05 maí 2011

Ég fæ alltaf gjöf...


Af því að mér finnst óskaplega gaman að fá gjafir þá hef ég á undanförnum árum ákveðið að sameina nokkra hluti sem gleðja mig afskaplega mikið og gef sjálfri mér því alltaf afmælis-, jóla- og tækifærisgjafir. Það þarf svo varla að nefna það að þessar gjafir eru ávallt kjólar og/eða skór. Skartgripir fá þó stundum að fljóta með.

29 apríl 2011

Heimildalestur


Er að lesa þessa núna. Hún er á þýsku!

18 apríl 2011

Lappastutt!




Það verður víst seint sagt um mig að ég sé fótleggjalöng

13 apríl 2011

Lasagnaleiði


Eldaði prýðisgott lasagna í síðustu viku (þó ég segi sjálf frá). Uppskriftin var sögð fyrir fjóra svo ég hafði hugsað mér að eiga smá í nesti, kannski í hádegi og annan kvöldmat. Neyðin kennir jú námsmanninum að borða afganga!
Þetta reyndist hins vegar vera lygi því nú á sjötta lasagnadegi sér varla högg á vatni og ég er komin með svokallað lasagnaóþol.

29 mars 2011

sænska skattaskýrslan mín!



Átti hið árlega samtal við starfsmann Skatteverket í Stokkhólmi og endar samtalið alltaf eins;...„já, ég veit að ég fæ enga skattaskýrslu ef ég hef ekkert verið að vinna og þar af leiðandi ekki borgað neina skatta, en íslenski skatturinn þarf að fá það skriflegt“. „En hvað það er fíflalegt!“ svarar starfsmaðurinn og heldur áfram „ég get ekki prentað neitt út þar sem það er ekki neitt skráð á þig“. „Umm, ég veit, en síðustu ár hefur bara verið prentuð út skjámyndin sem sýnir að ég eigi enga sænska skattaskýrslu“ svara ég. „Og dugar þeim það?“ spyr starfsmaðurinn mjög hissa. „Uhh, já ef þú bara stimplar á blaðið“ segi ég og samsinni starfsmanninum sem hristir bara höfuðið yfir þessum kjánagangi íslenska skattsins.

01 febrúar 2011

Fann'etta, á'etta!

Finnst að „sá á fund sem finnur“ reglan eigi að vera algild...alltaf!
Fann þetta í dag


en það var falið inn í þessu


Líður nú alveg eins og Indiana Jones en hann þarf einmitt alltaf að láta allt fínt sem hann finnur á safn.

P.s. Fyrir þá sem ekki vita hver Indiana Jones er, þá fylgir hér mynd til glöggvunar.

28 nóvember 2010

Spegill, spegill herm þú mér...

Til bjargar geðheilsunni svona í morgunsárið (á hverjum morgni) þá ákvað ég að skella upp síðum spegli, nálægt fataskápnum. Alltaf betra að sjá dress dagsins svona í heild sinni áður en haldið er út úr húsi, sérstaklega til að atvik eins og að vera með kjólinn ofan í sokkabuxunum endurtaki sig ekki!