10 september 2007

feltið búið og kjólarnir dregnir upp!

jæja þá er feltið búið þetta árið og geta fræðafélagsmeðlimir dregið upp kjólana og hælaskónna á ný...nema Inga sem er ekki búin í felti..og kannski Sindri sem ég hef enn ekki séð í kjól og hælaskóm! enn allavega...nú er ég s.s komi í innivinnuna er á stofunni eins og er að vinna að úrvinnslunni frá Reyðarfirði og svo er ég líka í námsflokkunum á kvöldin...eniga meniga...mig vantar alltaf peninga! Hvað ég geri svo seinna í vetur er seinni tíma vandamál...
Héldum hinsvegar smá lokaslútt sumarsins á laugadagskvöldið á stofunni...var mun dannaðra en mörg önnur partý sem haldin hafa verið þar!! svo fékk ég mér Pronto pizzu á leiðinni heim...mjög hamingjusöm að Pronto sé komið í Bankastrætið...

06 september 2007

kónguló...kónguló...vísaðu mér á berjamó...

fór í berjamó með famelien inn í Þórsmörk á sunnudaginn síðasta....tíndi fullt fullt af berjum en svo byrjaði að rigna og þó að við séum nú vatnsheld þá fór okkur að leiðast bleytan eftir um klukkutíma skúr!!! svo þá datt mér og Pabba að kíkja aðeins á árnar því við erum með eindæmum forvitin feðgin...og það var bara þó nokkuð í þeim..sérstaklega Lóninu og Steinholtsánni og var þá ágætt að vera á krúttinu honum Múkka Melsted...

Hildur krækiber

vatnshelda familian

Múkki Melsted..annálað krútt

Victor jr. varð að sjálfsögðu að vaða aðeins í Lóninu..