26 mars 2007

matarboð og opera..

matarboð á laugardaginn..eldaði geðveikt góðan indverskan og svo var tiramizu ala ursula í eftirrétt..Fór svo á óperuna í gærkveldi með Ursulu, Gústa og Bryn..mjög gaman..vel sungið en illa leikstýrt.
Setti inn nokkrar myndir úr matarboðinu..

Þóra og ég í blárri stemmningu..

Gústi var líka blár..

Camie líka..

Ómar var ekki með í bláu stemningunni..

undir lokin var farið að draga af fólki..eftir allan matinn, eftirréttinn o.fl.

22 mars 2007

helgin er a næsta leiti..

og ég er orðin hundleið á að veðurguðirnir geti ekki ákveðið sig hvort þeir ætla að loka Kára inn í skáp eða ekki!! Mér er kalt svo ég klæði mig ofsa vel en þá er ég að kafna því allt í einu er voða heitt..mér finnst þetta bara ekkert sniðugt.

Að öðrum málum...skrifaði undir sáttmála Framtíðarlandsins í gær...er sammála að við þurfum að fara varlega í allar stóriðjuframkvæmdir...held að þær séu bara ekki eina né rétta lausnin fyrir framtíð okkar!
Kosningar svo í vor..veit ekki upp né niður í minn haus varðandi hvað ég mun koma til með að kjósa..held að ég hafi aldrei verið svona óviss! Finnst bara kosningafnykur af öllu, sérstaklega þegar frambjóðendur virðast hafa skipt um skoðun varðandi ýmis málefni svona þegar þeir áttuðu sig á þvi að kosningar væru á næsta leiti!! Bíð nú bara eftir að Álgerður gangi í Íslandshreyfinguna og mótmæli stóriðju á Íslandi!!

14 mars 2007

Fagur fagur fiskur i sjo...


Inga Hlín bjútíkvín á afmæli í dag...Til hamingju með að vera orðin stór stelpa...ferð bara alveg að ná mér :)

12 mars 2007

arshatið og almenn þynnka..

Fór á árshátíð Kumls á laugardagskvöldið og var bara nokkuð gaman...rifjaðir upp gamlir taktar á dansgólfinu við undirspil eðalbanda sem einkenndust þó mest af þungarokksfíling= slammað verulega!!! Vöðvabólga, bakverkir og hálsrígur er því að hrjá mig núna...þynnkan þó farin. Greinilegt að maður er ekki 16 ára lengur!!!

05 mars 2007

fornleifafræðingur!

er búin að vera fornleifafræðingur nú í rétt rúma viku og líkar bara nokkuð vel...þó það sé nú bara að nafninu til eins og er þar sem ég er ekki að fást við mikla fornleifafræði þessa dagana. útskriftin heppnaðist með eindæmum vel, tók í höndina á öllum sem ég átti að taka í höndina á og datt ekki. Fékk prófskirteinið mitt og rak þá augun í að búið var að taka 4 ein. af skiptináminu. Var nú ekki alveg sátt við þetta þar sem ég fékk sértakt plagg heim sem ég átti að fylla út með fjölda ein. of.l. og hvort ég vildi láta taka eitthvað út því ég væri með 97 ein en þyrfti bara 90 ein. Ég eyddi mínum dýrmæta tíma í að fylla þetta plagg út og sagði að ég vildi fá allar mínar 97 ein. með og skilaði þessu svo inn á skrifstofu Hugvísindadeildar. Eins og gefur að skilja var ég þar með frekar foj. Hringdi náttlega og kvartaði yfir þessu óréttlæti og almennum dónaskap og talaði þar við einhverja konu sem sagði að þetta væru reglur deildarinnar að hafa einingafjölda á prófskirteinum sem næstum 93 ein. Ég spurði þá hvers vegna væri þá verið að senda manni áðurnefnt plagg og fékk þau svör að þetta væri nú bara gamalt eyðublað og ekki búið að breyta því enn = leti á skrifstofu deildarinnar. Ég pirraðist aðeins meira og þá sagði hún að hún gæti svo sem athugað málið...þó það væri ekki venjan. ég fékk svo tölvupóst frá þessari annars örugglega ágætu konu:

Sæl Guðbjörg

Ég hef talað við kennslusvið og samþykkt hefur verið að halda upprunalegum einingafjölda samkvæmt ósk þinni, þrátt fyrir að almenna reglan sé sú að nemendur brautskráist sem næst 93 einingum sé því komið við, sem var í þínu tilfelli.

Þegar svona er gert þá eru þær einingar sem ekki eru nýttar á skírteininu, settar á annan feril og geymdar þar og nemandi getur notfært sér þær jafnvel á öðrum stigum námsins.

En nýtt skírteini hefur verið prentað út og þú getur sótt það hingað á skrifstofuna næst þegar þú átt leið hjá og kemur þá með gamla skírteinið til eyðingar.


Með kveðju

Ingibjörg Þórisdóttir
Verkefnisstjóri
Hugvísindadeild

Hef það svona aðeins á tilfinnngunni að ég sé kannski ekkert rosalega vinsæl þarna á skrifstofunni...

Allavega að öðru..dagarnir líða nokkuð hægt hér í Víkingnum (túristabúðinni) en það koma þó stundum inn túristar...svona við og við en eins og sést (eða ekki) hef ég nógan tíma til að blogga. Bloggleysi hér að síðunni fer þó á reikning almennar letri...
Fór út að borða á föstudagskvöldið eftir vinnu með fræðafélaginu..fórum á Galíleó og borðuðum mjög góðan mat..kíktum svo á Kúlturu á eftir og fengum okkur í glas en vorum annars bara rólegar og fórum heim um miðnætti áður en við breyttums í grasker!

Í gær kom Ursula svo heim..alkomin..og við fengum okkur tælenskan og kjöftuðum fram eftir kvöldi. Mjög gaman að vera búin að fá hana heim..

Árshátíð Kumls um næstu helgi..ætla bara að skella mér ásamt fræðafélaginu...

well nenni þessu ekki lengur...