22 mars 2007

helgin er a næsta leiti..

og ég er orðin hundleið á að veðurguðirnir geti ekki ákveðið sig hvort þeir ætla að loka Kára inn í skáp eða ekki!! Mér er kalt svo ég klæði mig ofsa vel en þá er ég að kafna því allt í einu er voða heitt..mér finnst þetta bara ekkert sniðugt.

Að öðrum málum...skrifaði undir sáttmála Framtíðarlandsins í gær...er sammála að við þurfum að fara varlega í allar stóriðjuframkvæmdir...held að þær séu bara ekki eina né rétta lausnin fyrir framtíð okkar!
Kosningar svo í vor..veit ekki upp né niður í minn haus varðandi hvað ég mun koma til með að kjósa..held að ég hafi aldrei verið svona óviss! Finnst bara kosningafnykur af öllu, sérstaklega þegar frambjóðendur virðast hafa skipt um skoðun varðandi ýmis málefni svona þegar þeir áttuðu sig á þvi að kosningar væru á næsta leiti!! Bíð nú bara eftir að Álgerður gangi í Íslandshreyfinguna og mótmæli stóriðju á Íslandi!!

Engin ummæli: