27 nóvember 2007

Ákvörðun tekin!!

International Master's Programme in Pre- and Early History: í Stokkhólmi. Er nefnilega inn í Laborativ Arkeologi og virðist hafa lítið að gera með Pre-history að gera ;) miðað við þetta:

Utbildningsplan för Masterprogram i Förhistorisk arkeologi och tidig historia, International Master's Program in Pre- and Early History, 120 ECTS credits.

Kurser:

Obligatoriska kurser:

Archaeological science, 15 hp – ARL803

Thesis in Archaeological science, 45 hp – ARL901

Landscape archaeology, 15 hp – XXXXXX (Uppsala universitet)

Early history, 15 hp – ARXXXX

Avancerad akademisk engelska, 7,5 hp – ENAEH7

Vetenskaplighet och forskningsetik, 7,5 hp – FI4202

För närmare information hänvisas till existerande kursplaner.

Valfria kurser om 15 hp som väljs i samråd med programansvarig.

Hmm lítur ótrúlega vel út, en ég á reyndar eftir að fá nánari upplýsingar um þetta en þar sem Gautaborg svarar mér ekki og ekkert spennó í gangi á vefnum hjá þeim þá held ég að þetta sé málið..er það ekki?

ok, þá er bara næsta skref að finna húsnæði í Stokkhólmi...bra bra..

26 nóvember 2007

í sól og sumaryl...

verð ég um páskana..jíbbbíí. Ákvað að elta hina meðlimi Melsted mafíunnar til Kanarí um páskanna...pabbi var reyndar búinn að gera ráð fyrir að "litla barnið" kæmi líka, enda ekki ætlunin hjá mafíunni að skilja mann eftir eina og yfirgefna. Það verður líka ágætt að komast í smá frí svo ég verði ekki búin að fjárfesta í snöru undir vorið..:( ég er s.s í skemmtilegastu vinnu í heimi...
Allavega þá er ég búin að finna köfunar..etwas sem býður upp á ferðir að kafa út um alla eyju og lengra, bjóða frítt pick-up á hótel o.fl. gaman..gaman..

21 nóvember 2007

Tík aldarinnar?

15 ára gömul tókst mér víst að valda bestu vinkonu minni eftirminnilegustu ástarsorginni...í laugardagsblaði DV er nefnilega viðtal við Þóru æskuvinkonu mína þar sem hún rifjar upp að strákur sem hún svaf ekki yfir (og var fjarlægðarástfangin af allann grunnskólann), Atli og ég "byrjuðum saman".. úpps. Þetta hafði þó ekki djúpstæð áhrif á vináttu okkar á sínum tíma þar sem "sambandið" stóð nú ekki lengi yfir...ekki missti hún vinkona mín þó af miklum feng..þar sem téður drengur var síðast þegar ég vissi nýkominn úr meðferð og þar áður frétti ég af honum sem sakborningi í fjársvikamáli!!! Svo var hann heldur ekkert góður í sleik!

12 nóvember 2007

Stokkholmur!!!

jahá ferðin til Stokkhólm var frábær...skoðuðum söfn og skrifstofur og háskólann...borðuðum góðan mat og versluðum soldið og LÖBBUÐUM..út um alla borg liggur við. En þetta var mjög skemmtilegt allt saman og fengum góðar viðtökur á fornleifafræðideildinni og skoðuðum þar allt hátt og lágt og mér leist rosalega vel á námið þar..svo vel að ég er búin að segja upp vinnunni og íbúðinni og er að flytja í janúar..nei djók. En allavega þá er ég ennþá spenntari fyrir Stokkhólmi en ég var (og var ég alveg nógu spennt) svo hann er enn efst á lista ...allavega þangað til e-ð annað kemur í ljós. Kannski er heldur ekki svo gott fyrir mig að vera skoða of mikið af svona skólum..verð svo spennt fyrir þeim öllum að ég gæti kannski bara endað í viðskiptafræði í Þýskalandi..hmm