29 júní 2008

Vonbrigði ársins!

Eftir að hafa heyrt nokkra meðlimi Fræðafélagsins o.fl. tala mjög fjálglega um veitingastað hér á Höfn í Hornafirði síðastliðið ár, nánar tiltekið Humarhöfnina, ákváðum við að sækja heim þann veitingastað í gærkveldi. Eins og nafnið gefur til kynna þá sérhæfir Humarhöfnin sig í humarréttum eins og humarpizzum, humarsúpu, humarflautu o.s.fr. Ég ákvað að fá mér humarsúpu og get ég ekki sagt en að það hafi verið mikil tilhlökkun við að smakka þessa súpu. Eeeen vonbrigðum mínum er varla hægt að lýsa. Þessi humarsúpa var svo sannarlega sú allra versta humarsúpa sem ég hef bragðað og slagaði hátt í að vera eins sú versta súpa yfirhöfuð. Vantaði allt humarbragð og var bara meira kartöflu- og hveitibragð. Voru uppgraftarfélagar mínir sammála í þessu en Sindri sem fékk sér einnig humarsúpu ákvað að refsa sjálfum sér með því að borða sína. Kvörtuðum við þjóninn sem missti það út úr sér að það hefðu fleiri kvartað yfir súpunni. En þegar ég minntist á þetta við annan þjón þegar ég var rukkuð um fullt verð fyrir vonda súpu sem ég gat ekki borðað þá var okkur sagt að kokkurinn væri búin að smakka súpuna og fyndi EKKERT athugavert við hana og þetta væri bara SMEKKSATRIÐI. S.s við höfum bara svona lélegan smekk. Verð að segja það að ég er ekkert að deyja úr spenningi að fara þangað aftur.

P.s Humarpizzan og humarflautan voru þó afbragð.

14 júní 2008

taka tvö

jæja þá er önnur tilraun til sundlaugamátunar hafin. Gekk ekki eins vel í fyrrasumar og ætlunin var en þó mátuðum við Sindri sundlaugar á Eskifirði, Egilstöðum og Neskaupsstað og nú í dag voru miklar umræður okkar stelpnanna (Ingu, Söndru, Bryn og mín) í lauginni Höfn um ágæti hinna ýmsu lauga víðsvegar um landið. Niðustöður eru m.a. að samkvæmt Ingu er sundlaugin á Bolungarvík ekki góð, mér persónulega finnst laugin á Neskaupstað mjög góð þó að annar heiti potturinn hafi verið svo sleipur að varla var hægt að sitja í honum en vaðlaugin bætir allt. Rennibrautirnar á Eskifirði standa þó fyrir sínu. Akureyri kemur svo sterk inn og svo fær sundlaugin í Svínafelli nokkur prik fyrir að vera hringlaga! Endilega ef þið viljið koma ykkar uppáhalds sundlaugum á kortið þá tjáið ykkur! úpss gleymdi næstum Seljavallalauginni gömlu...þið vitið þessari úr myndinni punktur punktur komma strik, hún er náttlega nostalgían sjálf....