24 október 2010

Prinsessan sem átti 365 kjóla?

á ekki alveg við mig, ennþá. Gerði þau miklu mistök um daginn að telja alla kjólana mína (greinilegt hver er búin að vera atvinnulaus!) og þó ég slái nú prinsessunni, í sögu þeirri sem fyrirsögnin vísar í, ekki við var niðurstaðan samt pínu sjokkerandi svo ég ætla bara að halda henni út af fyrir mig.


Hins vegar komst ég að þeirri skemmtilegu staðreynd (reyni hvað ég get að fegra þetta mál) að ég á a.m.k. tvo kjóla í hverjum lit.

16 október 2010

helgar alla daga!

Þegar maður er atvinnulaus þá getur maður;

- farið í eins langan hádegismat og maður vill.
- farið og heimsótt vini og vandamenn í þeirra vinnu.
- farið í sund fyrir hádegi og aftur eftir hádegi.
- verið heima í náttfötunum allan daginn.
- lesið morgunblöðin hvenær sem er dagsins.
- sofið frameftir morgni/degi.
- stundað dagdrykkju.
og margt margt fleira...