28 desember 2007

Glamúrjólaboð Fræðafélagsins!!!

er í kvöld..hlakka til að viðra pallíettukjólinn minn og fínflauelsskónna mína..verða rosa fín..alveg eins og diskókúla! Sýni ykkur myndir af fræðafélagsmeðlimum uppdressuðum hér á næstunni...Annars tókust jólin bara með ágætum...fékk þessa líka dúnúlpu frá ma og pa svo nú verður mér aldrei kalt framar.hehe..en varð svo græn af öfund þegar Birna systir fékk jólagjöfina frá Hjörvari..forláta tekk snyrtiborð með þrískiptum spegli..eins og pantað fyrir mig..og hana reyndar líka..nefndi það við mág minn hvort hann tæki ekki að sér að versla jólagjöfina handa mér að ári!

02 desember 2007

allt á floti allstaðar..

hér á hótelinu mínu...flæddi niður úr baðkeri á einu herberginu..já niður úr því..ekki upp úr! og aumingja maðurinn sem var gestur þar kom niður í móttöku og sagði "I have a very big problem that you have to help me with" og ég svaraði "well, I hope I can help" Hann: "yes, you have to, the tupe is full of water" hmm! the tupe..maðurinn sem var franskur talaði reyndar ekkert sérlega góða ensku en ég er eiginlega alveg viss um að það er engin túpa inní á herbergjunum..en þegar að maðurinn sagði "and there is water everywere" þá var það sem sagt baðkarið eða "tub" sem maðurinn átti við. Þetta þýddi að það var vatn út um allt á baðherberginu, lak niður í næsta herbergi, þurfti að þurrka upp vatnið, flytja mann og annan um herbergi, kalla út pípara og mann frá tryggingunum o.fl. o.fl. Þetta var þannig hressileg "vakning" á annars dauðri vakt..