28 september 2010

með nesti og nýja skó

Í ævintýrum fá alltaf allir nesti og nýja skó áður en haldið er út í heim á vit ævintýranna. Því ákvað ég að kaupa mér nýja skó þrátt fyrir að enn séu nokkrir mánuðir í að ég haldi aftur út í heim. En þar sem ég hef ákveðið að lenda í fullt af skemmtilegum ævintýrum þangað til segir það sig sjálft að nýjir skór eru bráðnauðsynlegir!

14 september 2010

Haustið...

Já, haustið mætti bara á svæðið í gærmorgun með sínum fögru litum og jökulinn hvítann!

04 september 2010

horfið er nú sumarið og...


í sumar var bakað af miklum móð í Langadal og voru þar ekki minna en tvær sortir á boðstólnum svona á venjulegum degi milli þess sem rútur og smábílar festu síg í ánum!



Svo fengu líka allir sem vildu kerruskutl yfir Krossá



Um versló hitti ég svo loksins fræðafélagsstúlkur í þeim tilgangi þó að kveðja Bryn sem er að fara að gifta sig á Ítalíu og flytja til Noregs.

Ég skemmti mér svona líka konunglega!


Bryn fannst líka rosa gaman!


Ingu fannst þetta greinilega ógeðslega gaman!


Sandra var reyndar sárlasin en fannst samt gaman, sko sjáið bara!


Um síðustu helgi fannst mér svo ekki seinna vænna en að kynna mér aðeins aðstæður á fimmvörðuhálsi, athuga með hitastig á hrauninu og svona - enda búin að ljúga að fullt að fólki í sumar að þetta sé ekkert mál að rölta þarna upp...taki bara smá stund! Dröslaði mér því þarna upp (með dyggri aðstoð reyndar) á föstudaginn og skoðaði hraunið og gígana, labbaði upp á annan þeirra og komst að því að ég er ekki búin að segja nema hálfa lygi.


Komst svo niður aftur án þess að það þyrfti að halda á mér, er frekar stolt af því þrátt fyrir freistandi boð. Í vetur mun ég hins vegar stunda hot jóga af krafti svo vandræðaleg másandi móment verði úr sögunni næsta sumar!



Niðurstaðan úr þessum könnunarleiðangri mínum er s.s. sú að það tekur aðeins meira en smá stund að "rölta" upp á hálsinn en hraunið og gígarnir eru hrikalega flott svo það svíkur engann að fara þetta. Vona bara að allir þeir sem ég er búin að ljúga að gleymi því þegar þeir sjá þetta :)