11 október 2009

forn, forn, fornleifaferð.

þá er komið að fornleifaskoðunarferðaflandrinu þessa önnina (er búin að þróa soldið nýyrðasmíðina, s.s komin meira út í lööööng samsett orð núna). Nú er ferðinni heitið til Västra Östergötland och Visingsö sem gæti útlagst á íslensku sem vestra austurgautaland (Svíarnir eru greinilega ekkert of klárir með þetta austur/vestur dæmi)og Visingseyja. En þar er ekki þverfótað fyrir fornleifum, frekar en annars staðar í Svíþjóð, og konungaættir Gauta (Folkungar og Sverkir) á miðöldum drápu hvern annann hægri vinstri fyrir yfirráðin á svæðinu svo það hlýtur að vera eitthvað varið í þetta. Við munum gista á farfuglaheimili í Vadstena sem mér er sagt að sé mjög fallegur bær og fyrir þá sem það ekki vita þá er Vadstena einmitt vinabær Patreksfjarðar (eða svo segir Wikipedia allavega).

Um helgina var Sandra hinsvegar í heimsókn og við fórum m.a. á frábæra tónleika með Nouvelle Vague. Þeir fóru alveg fram úr öllum vonum og við skemmtum okkur mjög vel. Í gærkveldi fórum við svo á rosalega góðan og billigan Tapasbar á Kungsholmen og höfðum svo „myskväll“ heima með stinky ostum o.fl. góðgæti.