29 maí 2008

Lýst framan í mig!

Fékk svona líka bráðupplýsandi útskýringar frá Stokkhólmi varðandi B.A. gráðuna mína. Nú segja þeir að "transcript papers" séu ekki nóg heldur vilji þeir einnig fá prófskírteinið sjálft! Þið vitið..þetta fancy pancy með latínunni og skrautskriftinni. Ég tjáði þá viðmælanda mínum hjá háskólanum að eins og allstaðar annars staðar þá fengi ég bara eitt eintak af þessu skírteini og ég léti það ekki af hendi og þar sem allir pappírar til þeirra ættu að vera "official papers" vottaðir af háskólanum þá væri þetta vandamál. Konan sem ég talaði við sagði mér þá bara að taka ljósrit og senda það!! Ég er ekki alveg að treysta þessu fólki. Fyrst á allt að vera "official" vottað, með stimpli og vatnsmerki og hvaðeina svo það sé nú öruggt að maður sé ekki að dunda við það heima hjá sér að föndra háskólagráður og svo er allt í einu orðið nóg að "bara ljósrita þetta"..hmmmm..veit eeekki alveg með þetta allt saman.

24 maí 2008

í myrkri!

já ég er bara "kept in the dark" þessa dagana eða höfð í myrkrinu á góðri íslensku. Stokkhólmsháskóli hefur nefnilega ákveðið að ég sé EKKI með B.A.gráðu í fornleifafræði og þar með er ég ekki með tilskylda menntun fyrir M.A.nám í sömu. Döh..ég veit ekki hvernig þessi annars ágæta stofnun hefur komist að þessu en ég veit sjálf að ég er með B.A.gráðu í fornleifræði frá Háskóla Íslands. Get meira að segja kallað fram vitni að því þegar ég tók við prófskirteininu mínu...svo tók Óskar hennar Ingu mynd af því svo þar er líka sönnun. En allavega þegar ég ætlaði nú að inna þá í svíaríki hvernig þeir hefðu fundið þetta út þá svara þeir fyrirspurnum um umsóknir erlendis frá eingöngu á þriðjudögum og fimmtudögum milli 10 og 12! Þetta slær bara nemendaskrá Háskóla Íslands við! Þannig að ég er bara "í myrkri" fram á þriðjudag.

05 maí 2008

Ég á afmæli í dag..ég á afmæli í dag..

já já er maður þá ekki bara orðin árinu eldri og eru þau þá orðin ansi mörg. Ætla að baka köku í tilefni dagsins en annað verður það nú ekki að þessu sinni...

02 maí 2008

Er flutt!!

Nú er ég flutt enn á ný...í þetta sinn aftur á Hótel Mömmu. Fékk helling af fólki til að aðstoða við flutningana svo þetta skotgekk og svo var bjór og kökum dælt í mannskapinn á eftir. En nú er ég s.s. ekki lengur miðbæjarrotta heldur orðin úthverfaplebbi aftur...eða eins og Gústi sagði: "you can take the girl out of Grafarvogur but you can´t take the Grafarvogur out of the girl" Veit ekki alveg hver meiningin var hér en langar bara ekkert að vita það. Dagurinn endaði svo í matarboði þar sem foreldrar Gústa komu í mat þar sem Gústi var orðin svo hífaður að hann sá ekki fram á að geta farið heim og eldað.. svo að ég, Ursula og Helga(kærasta Gústa) elduðum og matarboðið var haldið hjá okkur ..sem er eiginlega ekki lengur hjá mér..heldur hjá Ursulu! Mun taka smá tíma að venjast þessu en það kemur...
Allavega, niðustaðan er þessi: ég á hrikalega mikið af dóti! Og á svo sannarlega eftir að eiganst meira! Gústi kommentaði reyndar á þetta og spurði hversu mörg borð ein dama þarf að eiga!

Eitt nýyrði kom líka fram:
Ellimannasafnið = Þjóðminjasafn Íslands

Þetta nýyrði var í boði Gústa.