24 maí 2008
í myrkri!
já ég er bara "kept in the dark" þessa dagana eða höfð í myrkrinu á góðri íslensku. Stokkhólmsháskóli hefur nefnilega ákveðið að ég sé EKKI með B.A.gráðu í fornleifafræði og þar með er ég ekki með tilskylda menntun fyrir M.A.nám í sömu. Döh..ég veit ekki hvernig þessi annars ágæta stofnun hefur komist að þessu en ég veit sjálf að ég er með B.A.gráðu í fornleifræði frá Háskóla Íslands. Get meira að segja kallað fram vitni að því þegar ég tók við prófskirteininu mínu...svo tók Óskar hennar Ingu mynd af því svo þar er líka sönnun. En allavega þegar ég ætlaði nú að inna þá í svíaríki hvernig þeir hefðu fundið þetta út þá svara þeir fyrirspurnum um umsóknir erlendis frá eingöngu á þriðjudögum og fimmtudögum milli 10 og 12! Þetta slær bara nemendaskrá Háskóla Íslands við! Þannig að ég er bara "í myrkri" fram á þriðjudag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli