26 júní 2007

fljúgandi skítakamar..

eins gott að náðhúsið okkar er vel tjóðrað niður annars er óvíst í hvaða firði það væri nú eftir allt rokið í dag!!



skúrinn okkar er þó ekki enn kominn svo við vorum vel klædd í kaffinu i dag sem tekið var undir berum eins og vanalega...

helgarfrí í borginni um síðustu helgi..kíkti aðeins út með Ursulu á föstudagskvöldið og eyddi svo laugardeginum með púkunum mínum og foreldrum þeirra = Birnu systir og co...borðaði góðan mat hjá þeim, sat í sólinni og var löt..

19 júní 2007

brjáluð í bleiku....



til hamingju með daginn kynsystur mínar og þá sérstaklega fræðafélags- og power team konur...eru ekki allar í bleiku í dag?

17 júní 2007

fleiri moldvörpur með gráðu...

til hamingju með útskriftina kæru moldvörpufélagar...(sorry myndirnar vilja bara ekki hlaða sér inn)

uppgröfturinn gengur vel og allt að gerast..ekki komnir almennilegir gripir enn enda ekki komin niður á gólf en það kemur...gripagræðgin er þó ekki farin að láta á sér kræla en það gæti farið að gerast fljótlega..

skelltum okkur á Akureyri í gær og sóluðum okkur aðeins..stoppuðum á Mývatni en bara örstutt því flugirnar voru að éta okkur svo sorry Albína..við heimsækjum bara næst þegar er rok...borðuðum svo á La vita Bella þeirra Akureyringa og það var rosalega góður matur...
þar voru reyndar bíladagar svo ekki var þverfótað fyrir plebbum á hnakkabílum...átti þá ljóðið Akureyri, Akureyri, Akureyri.......vel við.

Eskifjörður er kannski ekki mikill hnakkabílabær en hnakkabátar!!


erum nú á Fáskrúðsfirði í góðu yfirlæti á Kaffi Sumarlínu...fínasta kaffihús það.

11 júní 2007

i sol og sumaryl

frábært veður um helgina..skelltum okkur á Egilstaði á laugardag og Neskaupsstað á sunnudag og voru sundlaugar mátaðar á báðum stöðum og mun koma hér einkunn eftir mátun allra sundlauga á austurlandi eða því sem næst. fórum smá rúnt niður í Atlavík...

06 júní 2007

sol, sol skin a mig..allan daginn...

í sól og sumaryl er ég að grafa á Reyðarfirði..hitamælikvarðinn er s.s að ég er farin úr gammó..úff og þá er sko heitt!! þó er reyndar smá vindur svo ég er nú ekki farin á hlýrabolinn en það kemur að því með þessu áframhaldi. Allavega...gistiaðstaðan okkar er inn á Eskifirði í gömlu rækjuvinnslunni og svo erum við í mat inn á Mjóeyri utar í Eskifirði þar sem er einhverskonar ferðaþjónusta..rústin okkar góða er svo á Mjóeyri..þó ekki þeirri sömu..heldur er þessi Mjóeyri rétt fyrir utan Reyðarfjörð...
mikil hugmyndaauðgi í nafngiftum á Austfjörðum!! en hún er sem sagt á hafnarsvæðinu við álverið eins og sjá má..


vinnuskúrinn okkar og klósettið er ekki enn komið en hinsvegar er búið að fara vel og vandlega yfir öryggisreglur á svæðinu með okkur og ekki stóð á að koma til okkar nýjasta tískufyrirbrigðinu hér á fjörðum...

02 júní 2007

helgarfri

jæja þá fer nú sumarið að hefjast fyrir alvöru..Þjórsá búin í bili og á mánudaginn er það svo Reyðarfjörður hjá mér og Sindra en þar ætlum við að grafa í sumar meðan hinir verða á Bæ, Hólmi og svo aftur á Þjórsá. Það var brjálað rok síðustu daga svo klósettið okkar fauk um koll og munaði litlu að flest okkar fykju líka...moldrokið var líka svoleiðis að varla sást út úr augum..fyrir utan að maður sá varla nokkuð yfirhöfuð fyrir mold í augunum!..en hún fór líka uppí mann, framan í mann og inná mann..afskaplega notalegt eða þannig. En jæja nú þarf ég að gera ótalmargt um helgina og man sjálfsagt ekki nema helminginn en ætla að reyna að versla það nauðsynlegasta eins og t.d. þriðja parið af gúmmítúttum..bráðnauðsynlegt!..og sitthvað fleira. Er svo að fara í brúðkaup hjá frænku minni og kannski að maður kíkji á REYKLAUSAN bar í kvöld?


Fílingurinn á kaffistofunni breytist ekki mikið milli ára..

Kirkjubæjarklaustur 2006


Þjótandi v/Þjórsá 2007