02 júní 2007

helgarfri

jæja þá fer nú sumarið að hefjast fyrir alvöru..Þjórsá búin í bili og á mánudaginn er það svo Reyðarfjörður hjá mér og Sindra en þar ætlum við að grafa í sumar meðan hinir verða á Bæ, Hólmi og svo aftur á Þjórsá. Það var brjálað rok síðustu daga svo klósettið okkar fauk um koll og munaði litlu að flest okkar fykju líka...moldrokið var líka svoleiðis að varla sást út úr augum..fyrir utan að maður sá varla nokkuð yfirhöfuð fyrir mold í augunum!..en hún fór líka uppí mann, framan í mann og inná mann..afskaplega notalegt eða þannig. En jæja nú þarf ég að gera ótalmargt um helgina og man sjálfsagt ekki nema helminginn en ætla að reyna að versla það nauðsynlegasta eins og t.d. þriðja parið af gúmmítúttum..bráðnauðsynlegt!..og sitthvað fleira. Er svo að fara í brúðkaup hjá frænku minni og kannski að maður kíkji á REYKLAUSAN bar í kvöld?


Fílingurinn á kaffistofunni breytist ekki mikið milli ára..

Kirkjubæjarklaustur 2006


Þjótandi v/Þjórsá 2007

Engin ummæli: