27 júní 2006

grillveisla og gleði...

var hér á laugardag. héldum fámennt en góðmennt partý á laugardag sem heppnaðist með eindæmum. náðum að grilla og borða fyrir miðnætti (sem tókst ekki á afmælinu hennar söndru)...strákarnir gáfust upp lööngu á undan okkur stelpunum..reyndar höfðu þeir tekið smá upphitun á föstudagskvöldinu (set inn myndir af því partýi seinna)!
fengum smá sól í dag sem þýðir væntanlega að það rignir á morgun:( nei nei má ekki segja svona...veðurguðirnir gætu farið í fýlu! annars er lífið hér á klaustri frekar einfalt..höfum tekið eftir ær einni sem er svona týpa sem heldur alltaf að grasið sé grænna hinum megin..hún klöngrast alltaf yfir ristina í veginum fyrir neðan gluggan okkar og treður litlu feitu lömbunum sínum í gegnum grindverkið...allt til að geta bitið í gras sem er eins báðum megin við girðinguna!!! og svo er manni búin að eignast vin..sem jarmar hann í svefn á hverju kvöldi:)....

11 júní 2006

skritin skrufa...

You Are 40% Weird

Normal enough to know that you're weird...
But too damn weird to do anything about it!

raunarsaga ferðalangsins....

fór til rómar um miðjan mai í viku ásamt söndru...þetta var í meira lagi athyglisverð ferð!
flugum út á miðvikudagsmorgni 17.mai til london og áttum svo flug frá london til róm..sem við misstum af...ekki okkur að kenna... þar sem icelandexpress vélinni seinkaði! en það gerði ekki mikið til þar sem við gátum fengið flug nokkrum tímum seinna en þurftum að borga £40 fyrir að breyta miðanum:( komumst þannig til rómar um kvöldið og náðum inn á gististaðinn rétt fyrir miðnætti. Daginn eftir tókum við svo í að skoða borgina labbandi (s.s.við löbbuðum, ekki borgin!) og versluðum að sjálfsögðu. Á laugardeginum fórum við að heimsækja pompei..tókum lest til napóli..áfallalaust...og fengum okkur að borða ofsalega góðan mat á litlum veitingastað þar..tókum svo lest til pompei scavi..ekki áfallalaust..náðum að fara 2svar í ranga lest svo að við komum aaaðeins seinna en við ætluðum á staðinn...pompei var náttlega frábær og við gengum um allt í brennandi sólskini svo það var næstum því kviknað í söndru..en okkur til nokkurrar óhamingju voru þeir hlutar svæðisins sem okkur langaði mest að skoða..hóruhúsið og bakaríið...lokað! frekar svekktar en margt annnað svo frábó að ekki hægt að láta svekkelsið ná yfirhöndinni...
ákváðum svo að sofa út oog slappa af á sunnudeginum eftir allt ferðalag laugardagsins...ákváðum líka að fara bara á markað sem sandra var búin að þefa uppi á mánudagsmorgninum!!! stutt frá því að segja að markaðurinn var ekki beysin svona á mánudagsmorgni..
lentum svo í smá vanda með að finna upplýsingamiðstöð þar sem við ætluðum að kaupa kort til að fara á söfn og í skoðunarferðir...fundum ekki upplýsingamiðstöð þar sem hún átti að vera..fundum svo aðra en hún seldi ekki kortin!!! enduðum svo á því að finna eina sem seldi þessi kort og keyptum en komumst svo að því að það virkaði ekki í skoðunarferðir né vatikanið:( ákváðum samt að fara í vatikaniðog sixtínsku kapelluna á þriðjudeginum...en það var búið að loka þegar við komum þangað..lokar nefnilega snemma annan hvern þriðjudag eða eitthvað álika svo ekki skoðuðum við það..ekki alveg okkur að kenna..þar sem við vorum ekki með réttar uppl. um opnunartíma.
fórum samt í ágætis bíltúr með svona fornleifastrætó (Archaeobus) en það var eitthvað klikk varðandi tímaáætlunina hjá þeim (á að vera á 40 mín. fresti) svo við nenntum ekki að bíða í rúma 3 tíma eftir næsta strætó við katakomburnar þannig að við skoðuðum þær s.s ekki..
miðvikudagurinn var svo heimferðardagur...flugum frá róm til london fyrir hádegi og fórum inn til london að versla aðeins meira...ekki gert nóg af því í róm eða þannig sko..ætluðum svo að taka stansted lestina út á flugvöll seinni partinn en hún bara kom ekki...kom svo í ljós að það var bilun á teinunum alveg við flugvöllinn svo lestar komust ekki þangað...tókum því aðra lest í einhvern smábæ og leigubíl þaðan en seinkunin var of mikil þannig að þegar við koumum loksins út á völl var flugið okkar farið..ekki okkur að kenna!!. Fórum þá í það að finna út úr því hvernig og hvenær við kæmumst til íslands og fengum uppl. að við gætum komið morgunin eftir og farið með hádegisfluginu.... tókum þá ákvörðum að fá gistingu hjá robin vini mínum i london...fengum að sofa þar í aukaherbergi en um morgunin þegar við vöknuðum þa komumst við ekki út úr herberginu þar sem húnninn hafði bilað og hurðinn þar af leiðandi lokuð og bara föst þannig!!! greyið robin þurfti á endanum að brjóta niður hurðina til að koma okkur út!!!!
en að endingu komumst við nú heim og höfum skemmt gestum og gangandi með hrakfallasögum okkar...hahaha.