30 janúar 2007

Enginn kemur að sja mig...

nema örfáar hræður..og þar á meðal voru Sandra, Sindri og Dagný. Tveir birgjar komu líka í dag svo í raun eru það vinir mínir sem eru fólkið sem er búið að ramba inn í búðina í dag. Frekar niðurdrepandi en þetta er árstíðin víst. Allavega þá hef ég tíma núna til að segja frá því sem er búið að vera að vera í mínu lífi síðan um jól.

- Áramótin voru mjög skemmtileg, partý hjá Ingu og Óskari fram undir morgun. Set inn myndir þegar ég fæ þær hjá Bryn.

- Fór aðeins út á lífið í jan. ágætar helgar, sérstaklega vísindaferð á stofuna þann 19. Set líka inn myndir (ritskoðaðar) þegar ég fæ þær hjá Söndru. Síðasta helgi var líka mjög fín. Fór í hóf til heiðurs sænskum prófessor frá Stokkhólmi, Anders Andren, á laugardagskveldinu..mun dannaðara partý en helgina áður! Á sunnudaginn var svo afspyrnugóður fyrirlestur áðurnefnds prófessors í Þjóðminjasafninu og svo strollaði ég og Sandra í gegnum IKEA á mettíma og versluðum fullt, s.s. mjög góð helgi.

- Skilaði ritgerðinni minni inn í síðustu viku...mjög hamingjusöm yfir því..allavega þangað til ég fæ einkunina.

- Fékk vinnu, ekki bara 1 heldur 2 svo ég er ekki iðjulaus aumingi þessa dagana, bætti svo við skúringum fyrir mömmu nú í viku meðan hún og pabbi eru út á Kanarí. Þannig að ég er s.s. að vinna í ferðamanna/minjagripaverslun í Hafnarstræti (sama hús og Café Victor) sem heitir The Viking, frá 10-18 svo til alla daga, afskaplega spennandi allt saman. Þar er ekkert að gera svo ég hef nógan tíma til að blogga og fl. Er síðan að vinna á mánudags-og Þriðjudagskvöldum hjá námsflokkum Rvík í mjódd. Þar er kennsla á kvöldin hjá þeim og Mími, fullt af útlendingum að læra íslensku. Ennþá meira spennandi! Þar er heldur ekki neitt að gera svo þetta er nú hálfgert letilíf ef svo má kalla....

Set inn myndir fljótlega..

25 janúar 2007

signed, sealed, delivered..i am yours...

BÚIN BÚIN BÚIN!!!! Ég er loksins búin að skila inn ritgerðinni minni! Og nú get ég sagt ykkur frá öllu því sem ég er búin að vera að sýsla við síðasta mánuðinn fyrir utan að skrifa yndislegu ritgerðina mína.

Ok, set inn uppfærslulista seinna og myndir..má ekki vera að því núna.