17 nóvember 2009

einu sinni var...

Geirfuglinn ungur og fagur...en það var áður en hann byrjaði að marinerast undir flúrperum í hripleku húsnæði Náttúrugripasafns Íslands.

(Myndin er í boði Ljósmyndasafns Reykjavíkur)

10 nóvember 2009

andvökunætur!

hvernig stendur á því að einu næturnar sem maður liggur andvaka og getur ekki með nokkru móti sofnað eru þegar maður þarf að vakna snemma morguninn eftir! Af hverju eru andvökunætur ekki teknar frá fyrir föstudaga og laugardaga þ.e.a.s ef maður þarf ekki að mæta t.d. í vinnu þessa daga. Ég er núna með tímasókn á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum svo það er ekkert mál fyrir mig að vera andvaka á sunnudögum eða miðvikudögum en neiii.
Í nótt var ég t.d. andvaka og sofnaði ekki fyrr en um kl.5 í morgun. Var þá orðin svolítið stressuð að ég myndi ekki vakna á réttum tíma (um kl.8) til að mæta í tíma og stillti því símann minn (sem einnig þjónar tilgangi vekjaraklukku) á 2 mismunandi tíma svo ég myndi nú örugglega ekki sofa yfir mig. Vaknaði svo eldhress...í hádeginu og sá að síminn minn var í pörtum á gólfinu (gerir það yfirleitt þegar ég missi hann í gólfið) sem útskýrir sennilega af hverju ég vaknaði ekki við vekjarann. Eina sem hægt var að gera í stöðunni, þar sem ég var búin að sofa af mér tímann sem ég átti að mæta í, var að reyna að pússla símanum mínum saman og fá hann til að virka. Eftir að hafa sett hann í hleðslu, klappað honum og hvíslað að honum tók hann loks við sér og virkar ...ehhm ætlaði að segja fínt en eins og áður á betur við hér.
Er núna farin að hugsa meira um að kaupa mér nýjan síma (sem dettur ekki alltaf í sundur þegar ég missi hann í gólfið) eða kannski ætti ég bara að kaupa mér vekjaraklukku?

05 nóvember 2009

mamma, pabbi og strumpur.

að sjálfsögðu hefur verið heilmikið um að vera hjá mér síðan síðast. Vöntun á bloggi síðasta mánuðinn eða svo skrifast eingöngu á almenna leti. Mamma mín og pabbi komu í heimsókn 22. okt. og voru í tæpa viku. Skoðuðum borgina, fórum á Vasamuseet en ég gleymdi myndavélinni aftur (í 3ja skiptið sem ég fer þangað) þannig að ég get ekki sýnt ykkur myndir af því, sver samt að ég hef komið þangað. Borðuðum líka heil ósköp (ég er s.s. nýfarin að þurfa að borða aftur) og versluðum lítillega en rúntuðum aðallega í almenningssamgöngum borgarinnar s.s strætó, neðanjarðarlestum, ferju og sporvagni. Held að hann faðir minn hafi farið oftar í strætó á þessum 5 dögum heldur en alla sína ævi! En nú eru þau sem sagt farin heim og ég er aftur orðin fátæk og svöng.

mamma mín og pabbi minn í ferjunni á leið út í Djurgården.

tókum svo sporvagninn tilbaka.

Um síðustu helgi ákvað ég hinsvegar að vera strumpur bara svona í tilefni að því að það var laugardagur og þið sem þekkið mig vel vitið hvað mér finnst gaman að grímubúningum!

Þema kvöldsins var Kvartandi Nágrannar og tókst svona líka ljómandi. Eina partýið sem ekki var slegið af vegna velheppnaðs þema var þetta: