24 maí 2007

snjokoma og rok...

ohh það er svo gaman að grafa í roki og snjókomu..eða þannig sko! Snjóaði reyndar ekkert á okkur í dag en það er búið að ganga á með éljum, rigningu og roki síðustu daga og skítkalt...í dag var reyndar ekki svo kalt en þeim mun meira rok svo ég varð eiginlega alveg södd af allri moldinni sem ég át sem sagt í dag.
Löng helgi með köfun og veisluhöldum..ahh

19 maí 2007

laugardagur til lukku...

segir máltakið..svo þetta hlýtur að verða lukkulegur dagur. Fór á próflokadjamm Kumls í gær ásamt hluta af fræðafélaginu en var bara spök. Nenntum ekki niður í bæ svo við vorum síðust úr partýinu og röltum niður í bæ og fengum okkur pizzu áður en við fórum heim. Er frekar mikið löt núna, þarf að rölta í Ellingsen en er ekki alveg að nenna því. Verð samt að kaupa mér hlýrri hanska (kuldaskræfuelementið) og líka nýjar grifflur..veit ekki hvar neinar af þeim gömlu eru :( Langar líka í sund í dag en spurning hvort ég nenni því..rúmið mitt er rosa notalegt og ég heyri það hvísla öðru hverju að það verði svo einmanna ef ég fer burtu frá því..

15 maí 2007

fyrsti i uppgrefti..

var í dag..hér við Þjórsá..fengum vinnuskúr og klósett í dag..þvílíkur lúxus eftir að hafa eytt hálfu sumri í fyrra bak við hina ýmsu steina. Var frekar hvasst í dag og svo er brjálaður hávaði í henni Þjórsá svo það er nú bara rok í hausnum á mér nú í kvöld...náðum samt að fara í pottinn hér á Brjánsstöðum og slaka á eftir mat. Það er rosa gott að hafa heitann pott til að fara í eftir vinnu...
Kuldagallinn minn er annars æðislegur og mér var ekkert kalt í honum..elska´ann..skal taka mynd í næstu viku og sýna ykkur hvað ég er líka smart í honum (gleymdi nefnilega myndavél núna)
well nenni ekki meir..er að spá í að fara að sofa

14 maí 2007

á morgun..a morgun..

segir sá lati! en á morgun verður sko engin leti á þessum bæ heldur mun uppgraftarsumarið 2007 byrja..jibbí..klöppum fyrir því. Það er sem sagt komin tími gúmmítúttna og pollagalla...já nei nei við erum búin að panta sól í allt sumar en gæti orðið smá ves þar sem við verðum ekki öll að grafa í sama landshluta..en það reddast..held að 6 vikur af rigningu á Kirkjubæjarklaustri hafi alveg bleytt nóg í mannskapnum...


þetta er aftur á móti veðrið sem ég er búin að panta!

09 maí 2007

niðurtalning hafin...5 dagar i uppgröft!

ég hlakka svo til..
ég hlakka alltaf svo til...

ég hlakka til að fara að grafa..úti á landi..í pollagalla/kuldagalla og gúmmítúttum/gönguskóm og endurnýja vinskapinn við múrskeiðina mína eða míns eigins eins og sumir segja...

fór að kafa á mánudaginn í Kleifarvatni..gekk ekkert rosavel..vandræði með lóðin bæði hjá mér og Bryn...ég var annað hvort að detta fram fyrir mig eða á hlið svo ég ætla að leita betur að lóðabeltinu mínu þannig að vonandi gengu betur næst..var samt skítkalt..vatnið var um 2-3 gráður svo Bryn missti tilfinningu í 2 puttum eða fleirum og ég dofnaði í vörunum og missti tilfinningu í þeim...þegar við komuð upp úr voru svo varirnar á mér svo bólgnar að ég veit núna hvernig það er að vera með silikon í vörunum..hahaha..en samt geðveikt gaman. Er farin að sjá köfun í 10-12 gráðu sjó í september í hillingum:)

svo er það Eurovision á morgun..forkeppnin náttlega og svo aftur á laugardag...mm grill og gaman..

06 maí 2007

31..belive it or not!

já já þá er maður sem sagt orðin þrjátíu og eitthvað, geðveikt gaman..hélt smá ammælisveislu í gær, takk fyrir mig allir. en var hálfónýt þar sem upphitun var tekin á föstudagskvöldinu:) Fórum samt aðeins út (seint) og á kúltúru og þegar dyravörðurinn sem spurði mig um skilríki sá hversu háöldruð kona var hér ferðinni varð hann eitthvað kindarlegur í framan greyið og hafði ekki fyrir því að spyrja restina að fræðafélaginu um hið sama..híhíhí

Allavega...ég er hætt að vinna í túristabúðinni (hallelúja) og fer að grafa eftir ca.viku eða 15.mai (jibbí). hlakka ofsamikið til. Er svo að fara að kafa á morgun..gaman gaman..eða held það allavega..er ekki búin að fá staðfestingu en held að veðurspáin sé allt í lagi svo..
Ætla að fara og kíkja á fulltrúa frá Göteborg Universitet á þriðjudaginn upp í háskóla milli kl.10 og 13..einhver memm?