28 nóvember 2010

Spegill, spegill herm þú mér...

Til bjargar geðheilsunni svona í morgunsárið (á hverjum morgni) þá ákvað ég að skella upp síðum spegli, nálægt fataskápnum. Alltaf betra að sjá dress dagsins svona í heild sinni áður en haldið er út úr húsi, sérstaklega til að atvik eins og að vera með kjólinn ofan í sokkabuxunum endurtaki sig ekki!


16 nóvember 2010

"Do it yourself" komplexar!

Í gegnum tíðina, aðallega síðastliðin tvö ár, hef ég oft fengið misgóð sparnaðarráð. Um daginn fékk ég eitt slíkt þegar ég keypti mér gallabuxur sem (eins og venjulega) voru of síðar á mig. Haldin undarlegum "Do it yourself" komplexum ákvað ég að fara ekki með þær til fagfólks heldur spara og stytta þær sjálf! Að vísu ekkert mál fyrir saumavélafæra manneskju (s.s. mig) en þó vandast málið þegar rennilás kemur við sögu, sérstaklega þar sem rennilásaskipti geta kostað mig geðheilsuna allavega svona eina kvöldstund eða svo.


Þessu var ég þó greinilega öllu búin að gleyma (enda búin að búa saumavélalaus í tvö ár) og áður en ég vissi af voru rennilásarnir úr og nýir og styttri á leið í.



Eftir smá streð og nokkrum talningum upp á tíu með tilheyrandi blótsyrðum tókst mér loks að troða báðum lásunum í. Voila!!

07 nóvember 2010

The mad scientist!

Er komin aftur í hvítan slopp

og með vinnuborð

og fullt fullt af allskonar mishættulegu dóti.


Þjóðminjasafni Íslands finnst ég greinilega mjög traustvekjandi týpa!

Vegna niðurskurðar á Þjóðminjasafninu þá þarf ég að vefja mína eigin bómullarpinna! Djóók, finnst bara töff að geta sagst vafið mína eigin...enda eru þeir líka svo fínir.

Aðrir voru kannski aðeins minna fínir