22 mars 2010

Veisluþjónusta Guggu?


Vil biðja fólk um að minna mig á að ég tek EKKI að mér að elda fyrir 50 manna ráðstefnur eða annað slíkt.

ASK eða Arkeologisk Student Konferans var haldin nú í fyrsta skipti í Stokkhólmi um helgina. Hugmyndina um að safna saman fornleifafræðinemum frá gjörvallri Svíþjóð, halda fyrirlestra og kynnast hvort öðru, fengum við Inga, Cissi og Elin fyrir um ári síðan og nú er þetta orðið að veruleika. Ráðstefnan heppnaðist frábærlega og voru stúdentar frá Stokkhólmi, Lundi, Gautaborg og Uppsala jafn ánægðir og við með framkvæmdina enda voru bæði Gautaborgarar og Lundarar jafn æstir í að halda ráðstefnuna að ári að það þurfti að skera úr um hvor hreppti hnossið með sérstökum úrdrætti sem hér eftir mun heita Íslenska Lottóið.


STARK bauð upp á mat og gistingu fyrir alla og var sett met í áti um helgina, held ég bara, því eins og sönnum Svía sæmir þarf að fika á klukkutíma fresti og svo var náttúrulega þessi dýrindis kvöldmatur (þó ég segi sjálf frá) með kladdköku al a Inga í eftirrétt.


Eftir kvöldmat var svo minglað aðeins með drykk í hönd þar sem þema kvöldsins var rauðir skór, þó enginn virtist vita af því nema ég og Inga.



Fengum m.a. ofur góða gesti frá Lundi!

14 mars 2010

Systir mín svo sæt og fín...

á afmæli í dag og er bara orðin þrjátíu og bleeh ára stelpan, sem mér finnst reyndar mjög undarlegt þar sem hún er 3 árum eldri en ég og ekki er ég komin yfir þrítugt, er það!

Til hamingju með daginn þinn Birna mín og njóttu vel afmælisdagsins og þá ekki síður afmælisgjafarinnar frá okkur mafíumeðlimunum!



P.s. myndin er ekki nýleg.

Känn ingen sorg för mig Göteborg!

Ég og Inga Hlín afmælisstelpa fórum og heimsóttum Söndru í Göteborg um helgina.


Höfðum það svaka gott og ráfuðum aðeins um en vorum aðallega bara að borða, t.d. þennan bruncsh með heimabökuðum skonsum a la Sandra og ýmsu öðru gúmmelaði.


Svo gerðum við líka sushi


og mikið af því!


Svindluðum okkur svo oft í strætóinn hennar Söndru


og í sporvagnana!

08 mars 2010

Svalt starfsheiti óskast!

Er búin að vera að dunda mér upp á síðkastið að föndra nýja ferilskrá. Ekki að það væri neitt að þeirri gömlu en ég bara fann hana ekki, sennilega vegna þess að hún var líklega í gömlu tölvunni minni sem dó drottni sínum í fyrra. Því hef ég verið að reyna að rifja upp hvar og hvenær ég hef unnið um ævina og reyna að hnoða því saman á ekki mjög ruglingslegan hátt sem er frekar erfitt þar sem ég hef greinilega sjaldan verið í færri en tveimur vinnum á sama tíma og jafnvel skóla líka.
En við þessa samantekt yfir líf mitt komst ég að því að ég hef engan veginn haft nógu svöl starfsheiti. Er þá ekki bara spurning um að dikta upp einhver svalari starfsheiti?

Hæ, ég heiti Gugga og er krókódílatemjari.



Sæl, Gugga heiti ég, ljónahirðir.



Blessuð, ég heiti Gugga og starfa við að baða flóðhesta.


Sæll, Gugga hér, ofurhugi með meiru.

Skikkjan er klárlega málið!