22 mars 2010

Veisluþjónusta Guggu?


Vil biðja fólk um að minna mig á að ég tek EKKI að mér að elda fyrir 50 manna ráðstefnur eða annað slíkt.

ASK eða Arkeologisk Student Konferans var haldin nú í fyrsta skipti í Stokkhólmi um helgina. Hugmyndina um að safna saman fornleifafræðinemum frá gjörvallri Svíþjóð, halda fyrirlestra og kynnast hvort öðru, fengum við Inga, Cissi og Elin fyrir um ári síðan og nú er þetta orðið að veruleika. Ráðstefnan heppnaðist frábærlega og voru stúdentar frá Stokkhólmi, Lundi, Gautaborg og Uppsala jafn ánægðir og við með framkvæmdina enda voru bæði Gautaborgarar og Lundarar jafn æstir í að halda ráðstefnuna að ári að það þurfti að skera úr um hvor hreppti hnossið með sérstökum úrdrætti sem hér eftir mun heita Íslenska Lottóið.


STARK bauð upp á mat og gistingu fyrir alla og var sett met í áti um helgina, held ég bara, því eins og sönnum Svía sæmir þarf að fika á klukkutíma fresti og svo var náttúrulega þessi dýrindis kvöldmatur (þó ég segi sjálf frá) með kladdköku al a Inga í eftirrétt.


Eftir kvöldmat var svo minglað aðeins með drykk í hönd þar sem þema kvöldsins var rauðir skór, þó enginn virtist vita af því nema ég og Inga.



Fengum m.a. ofur góða gesti frá Lundi!

Engin ummæli: