27 nóvember 2005

kom haglel...

í ca. 5 mínútur á fimmtudaginn en svo breyttist það strax í rigningu...þetta er eina sýnishornið af snjó sem við höfum fengið hér í jórvíkinni...bíð samt spennt þar sem ég er búin að heyra að allt fari bara í panik ef það er 2-5 cm snjór á götunum...
fór til leeds í gær..það var mjög gaman..fórum nokkur saman og skoðuðum okkur um, versluðum og fórum á þýskan jólamarkað sem er haldin þar fyrir hver jól..hann var auðvitað ekki jafnstór og markaðirnir í þýskalandi en samt mjög gaman að fara þangað...fórum svo á pöbbarölt og tókum svo lestina heim rúmlega 1 í nótt...og ég og bryn sáum það að við þurfum að fara þangað aftur til að versla..very very good að versla þar.
er annars alveg nóg að gera akkúrat þessa dagana, var í prófi á miðvikudaginn síðasta og er að fara í skriflega prófið í köfun á morgun..vona að ég nái því nú svo ég verði þá skriflegur kafari eins og mamma hennar ingu segir :) og svo á ég að skila inn síðustu ritgerðinni 5. des..veit ekki enn hvort ég er að fara í próf 12-15. des...þar sem deildin er ekki enn búin að ákveða hvað þau eigi að gera við okkur þrjár...erasmus skiptinemar setja greinilega allt í steik í deildinni okkar...en allavega þá eru þau enn að ákveða hvort þau eigi að láta pófið á miðvikudaginn gilda sem einkunn hjá okkur eða hvað því lokaprófið er nefnilega samansett úr 3 kúrsum en við erum bara í 1 af því að við erum skiptinemar...en það kemur vonandi fljótlega í ljós.

21 nóvember 2005

13,3*C...

var hitastigið inn í húsinu!!! þegar ég vaknaði í morgun..svaf í náttfötum, rútusokkum og flíspeysu..ekki skrítið að manni langi ekki frammúr á morgnanna þegar það er næstum jafnkalt inni og er úti!!..

gerðist svo fræg að fara í bíó í gærkveldi..varð nú fyrir hálfgerðum vonbrigðum með sjoppuna..frekar fátæklegt úrvalið þar..númeruð sæti..fellur ekki í kramið hjá stubbum..og svo slökktu þeir ekki einu sinni öll ljósin og þar fyrir utan er næstum jafndýrt að fara í bíó hér og heima á fróni..hmmm en fer nú sennilega aftur..ætluðum nefnilega á harry potter en það var uppselt svo við fórum á kiss, kiss, bang, bang...hún var bara nokkuð ágæt..

er enn í stríði við bókasafnið..var þar áðan að ná í bækur sem mig vantar en fann ekki 3 eða 4 þeirra...sem þýðir að eitthvað helv..pa..er að lesa þeir inn á safninu án þess að taka þær að láni..óþolandi..en ekki svo að ég geri þetta ekki sjálf...bara pirruð þegar mig vantar bækur sem ég finn ekki.

er annars farin að huga að jólagjafainnkaupum..er aðallega búin að finna eitthvað sem ég get gefið sjálfri mér... en þarf nú víst að spá í mafíuna líka....eruð þið systur mínar með eitthvað í huga? (Minni á að ég kem heim 19.des..get verslað eftir þann tíma eða hér úti)...er reyndar búin með púkann minn og er með sitthvað í huga fyrir thelmulinginn..
já jólin koma, jólin koma...

20 nóvember 2005

Er i losti...

yfir forngripaverslun hér í bæ...álpaðist inn í eina slíka í gær og komst að því að þar get ég keypt t.d steinaldar exi, járnaldar verkfæri og skartgripi og sitthvað fleira sem hugurinn gæti girnst...þetta er alveg ótrúlegt og þetta eru alvöru munir sem hafa fundist einhverstaðar í uppgrefti eða eitthvað slíkt árið sautjánhundruð og súrkál...ég þurfti bara næstum því áfallahjálp eftir að hafa séð þetta svona með mínum eigin...hef að sjálfsögðu heyrt um að svona gripir væru til sölu en þetta var bara of raunverulegt..finnst að þetta eigi að vera á safni en ekki inn í stofu hjá einhverju fólki út í bæ. til að jafna mig eftir áfallið þá varð ég bara að gjöra svo vel að versla mér leðurstígvél...kemur algjörlega í staðinn fyrir áfallahjálpina...þetta eru trufluð stígvél og ég er að sjálfsögðu brjáluð pæja í þeim..(sýni ykkur mynd af þeim seinna)..

18 nóvember 2005

Horfið a finding Nemo..

mér finnst ég nú ekki eins gleymin og dory....
You are DORY!
Which Finding Nemo Character Are You?

brought to you by Quizilla

Hvernig tröll er eg?

tók tröllaprófið hennar ingu og hér er niðurstaðan:


Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?

veit ekki..er þetta ég?
hmm...á ipodinn en ekki adidas skónna né pólobol....

16 nóvember 2005

vei vei vei..hlekkir

eins og sjá má hér til hliðar er snillingurinn sjálfur(ég) búin að fatta hvernig setja á inn hlekki...jibbí..er enn að væflast með myndasíðuna mína..kemur vonandi fljótlega...

Eg er fikill....

í sokka, nærföt, skó, nammi og örugglega eitthvað fleira...fór að versla aðeins á mánudaginn eftir að hafa verið heima í 3 daga að skrifa ritgerð....ákvað að mig bráðvantaði leðurstígvél og buxur...kom heim með fullt af sokkum, nokkrar nærbuxur og pils...sem þýðir að ég þarf auðvitað að fara í bæinn aftur og finna buxur og leðustígvél :)
En svona að allt öðru...þá skilaði ég inn fyrstu ritgerðinni minni þessa önn á mánudaginn..það var mikill léttir þar sem bókasafnið er búið að gera allt í sínu valdi til að gera mér lífið leitt. var að spá í að segja því stríð á hendur...spurning um hernaðaráætlun...nokkrar hugmyndir komnar fram:
Tillaga 1: skila engum bókum á réttum tíma! þetta plan hefur hins vegar nokkra galla..m.a það kemur mest niður á sjálfri mér þar sem ég þarf að borga 20p á hverja bók fyrir hvern dag framyfir lánstíma og ég yrði fljótt óvinsælasti nemandinn.
Tillaga 2: fela allar þær bækur sem ég þarf að nota hingað og þangað um bókasafnið! gallar: mjög miklar líkur á að ég gleymi hvar ég faldi bækurnar og ef ég skrifa það niður á blað þá týni ég örugglega blaðinu.
þannig að þessi plön eru kannski ekki alveg að virka en allar hugmyndir eru vel þegnar!!!

Setti in mynd af camper stígvélunum mínum svona fyrir alla þá sem ekki hafa fengið tækifæri til að dást að þeim...
(Ath. hægt er að smella á myndina til að stækka hana, svona til að geta dást betur.. hehe)

12 nóvember 2005

Gleymdi að segja ykkur..

að ég fór til Glascow um síðustu helgi að hitta múttu mína, Birnu og fullt af frænkum...var svona frænkuferð. það var rosa gaman...löbbuðum út um allt ...í búðirnar og viti menn..ég keypti mér...nærbuxur og brjósthaldara og sokka en það var nú allt. fórum svo til Edenborough á sunnudeginum og ég fór í kastalann..var ágætt en samt ekkert ofur spennandi en þetta er allt mjög fallegt þarna svo maður kvartar nú ekki mikið.
á miðvikudaginn átti bryn afmæli svo ég ákvað nú að splæsa á hana út að borða..svona í afmælisgjöf..þar sem þessi bjáni keypti sér húfuna, meðan ég var í burtu, sem ég ætlaði að gefa henni...það má bara ekki líta af henni svona eins og 1 helgi þá gerir hún eitthvað svona...hmmpf. en allavega þá fórum við rosa gott út að borða með nicolu og dagný og borðuðum svo súkkulaðiköku þegar við komum heim..nammi namm.
er annars orðin svoldið upptekin af e-bay...umm er búin að kaupa mér jakka og kjól sem ég er að bíða eftir að fá sent...ég og sandra uppgötvuðum það t.d. að með skype og e-bay við hendina getum við verslað saman.hehehe.. hér eru myndir af jakkanum og kjólnum..voða fínt alltsaman..

Heimskasta bokasafn i heimi er....

bókasafn háskólans í York...er næstum farin að hugsa hlýtt til bókhlöðunnar...hhmp. fór á bókasafnið í dag til að taka fleiri bækur fyrir ritgerðina mína sem ég er að skrifa (bara smá pása meðan ég er að blogga) og þá kom það í ljós að ég var komin yfir leyfileg úttektarmörk, mér fannst það nú frekar skrítið svo ég ákvað nú að athuga betur hversu margar bækur ég má vera með í láni í einu (hélt að það væru 20 stk) og jú mikið rétt það eru 20 bækur ENNNNN bara 10 í venjulegu láni (sem er 1 mánuður) og 10 í víkuláni. þar sem flestar bækurnar sem ég ætlaði að taka + þær sem ég var með heima voru til venjulegs útláns þá mátti ég ekki taka þær allar nema skila einhverjum af þeim sem ég var með heima..takk fyrir. ég varð ekkert smá pirruð út í þetta heimska kerfi..það er s.s ætlast til þess að annaðhvort notir þú ekki fleiri en 10 heimildir fyrir ritgerð eða skrifir hana á innan við viku og NB ekki skrifa 2 ritgerðir eða fleiri á sama tíma...aha mátt ekki hafa nógu margar bækur til þess...asnalegt kerfi...og þetta er ekki búið...nei nei aldeilis ekki..ef einhver pantar bók sem ég er með í láni í 1 mánum þá styttist bara lánstíminn niður í 1-2 vikur takk fyrir...jamm og þetta á auðvitað ekki bara við mig heldur alla stúdenta (tók bara mig sem dæmi skiluru). er búin að þusa mikið um þetta í dag og pirra mig á þessu öðruhvoru svona þegar ég missi niður dampinn í pirringnum...
annars er allt annað voða fínt og skemmtilegt t.d eins og ég og bryn..nicola segir að við séum uppáhalds íslensku leigjendurnir hennar...veit samt ekki hversu mikið hrós það er þar sem við erum: einu leigjendurnir sem hún hefur nokkurn tíma haft og einu íslendingarnir sem hún þekkir.....en það er samt gott að finnast maður vera sérstakur...

02 nóvember 2005

fleiri myndir...

get bara ekki hætt að setja inn myndir nú þegar ég er loksins búin að læra á þetta aparat...





svona lítur sem sagt herbergið mitt út...stórt og gott með afskaplega óaðlaðandi gardínum...líka brattur stigi sem er uppí herbergin okkar bryn og erum við orðnar nokkuð æfðar í að detta niður hann...

01 nóvember 2005

myndir ..myndir

var að fatta hvernig á að setja inn myndir...mjög einfalt svo hér koma einhver sýnishorn...


er komin með netið heima....

í alvöru....ekkert plat, virkar alltsaman núna svo ég er nú orðin viðræðuhæf svona dagsdaglega og ætti meira að segja að vera hægt að ná mér á msn eda skypinu..vei vei vei. keypti mér lestarmiða til glascow í dag...var soldið sein á merinni svo ég þurfti að punga út heilum £43 fyrir þessa 4 tíma lestarferd...þannig að nú ætla ég að fara að kaupa mér miða til london þegar ég fer heim í desember svo ég fái miða fyrir skid og ingen... nicola, leigusalinn okkar bryn, er búin að bjóða okkur að koma með henni til london á föstudeginum og eyða helginni í london, eigum sko flug 19. des. og við fáum gistingu hjá vinkonu hennar sem hún er að fara að heimsækja...það verður örugglega mjög gaman. en er ad hugsa um að fara i háttinn núna...

kommentin..

er líka búin að breyta kommentunum mínum þannig að núna geta allir kommentað..á eftir að finna út með svona gestabókadót og myndir ofl.