12 nóvember 2005

Heimskasta bokasafn i heimi er....

bókasafn háskólans í York...er næstum farin að hugsa hlýtt til bókhlöðunnar...hhmp. fór á bókasafnið í dag til að taka fleiri bækur fyrir ritgerðina mína sem ég er að skrifa (bara smá pása meðan ég er að blogga) og þá kom það í ljós að ég var komin yfir leyfileg úttektarmörk, mér fannst það nú frekar skrítið svo ég ákvað nú að athuga betur hversu margar bækur ég má vera með í láni í einu (hélt að það væru 20 stk) og jú mikið rétt það eru 20 bækur ENNNNN bara 10 í venjulegu láni (sem er 1 mánuður) og 10 í víkuláni. þar sem flestar bækurnar sem ég ætlaði að taka + þær sem ég var með heima voru til venjulegs útláns þá mátti ég ekki taka þær allar nema skila einhverjum af þeim sem ég var með heima..takk fyrir. ég varð ekkert smá pirruð út í þetta heimska kerfi..það er s.s ætlast til þess að annaðhvort notir þú ekki fleiri en 10 heimildir fyrir ritgerð eða skrifir hana á innan við viku og NB ekki skrifa 2 ritgerðir eða fleiri á sama tíma...aha mátt ekki hafa nógu margar bækur til þess...asnalegt kerfi...og þetta er ekki búið...nei nei aldeilis ekki..ef einhver pantar bók sem ég er með í láni í 1 mánum þá styttist bara lánstíminn niður í 1-2 vikur takk fyrir...jamm og þetta á auðvitað ekki bara við mig heldur alla stúdenta (tók bara mig sem dæmi skiluru). er búin að þusa mikið um þetta í dag og pirra mig á þessu öðruhvoru svona þegar ég missi niður dampinn í pirringnum...
annars er allt annað voða fínt og skemmtilegt t.d eins og ég og bryn..nicola segir að við séum uppáhalds íslensku leigjendurnir hennar...veit samt ekki hversu mikið hrós það er þar sem við erum: einu leigjendurnir sem hún hefur nokkurn tíma haft og einu íslendingarnir sem hún þekkir.....en það er samt gott að finnast maður vera sérstakur...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
OFURINGA sagði...

Oh yeah las vegas thats great congrats!!!

Brjalad ad gera i Belfast...se ekki fyrir endan a thessu bulli!