23 mars 2006

tek allt til baka

þetta lagaðist bara allt af sjálfu sér...ohh ég á svo gáfað blogg..eða tölvu..eða bara ég svona klár að laga þetta...

hmmpf

veit ekki hvað kom fyrir bloggið mitt...en hlekkirnir pompuðu allir norður og niður...hmm suður og niður ætti það nú að vera svona landfræðilega séð en kannski ekki jafn smart... en allavega þá er ég búin að fikta í þessu öllu saman en ekkert virkar! er einhver sem kann að laga svona leiðindi?

22 mars 2006

ég er komin heim í heiðardalinn...ég er komin heim með nýja skó

ó já ég er víst ekki með mikið af slitnum skóm svo er víst...en sem sagt komin heim og brjálað að gera aðallega við að gera ekki neitt.eða þannig sko..
nei ekki alveg satt..er að fara að byrja á verkefninu mínu og svo er ég líka að vinna aðeins niðrí björgun og svo ætla ég að reyna að hjálpa henni systur minni aðeins svo ég er svo sem ekkert aðgerðalaus...
eða hvað!

Guðbjörg Melsted --

[adjective]:

Extremely extreme!




'How will you be defined in the dictionary?'
at QuizGalaxy.com

17 mars 2006

14 timar og telur...

þangað til að ég kem heim!! er búin að pakka næstum öllu...er greinilega með aðeins meira af dóti en ég hélt...kann bara ekki að ferðast létt!...förum til london með lestinni kl.12, nicola er á þar svo við ætlum að hitta hana og rölta aðeins um i covent garden..sennilega framhjá camper skóbúð:) og svo er það bara að koma sér út á flugvöll og fara heim...verður samt soldið skrítið að vakna heima í fyrramálið og enginn max til að bjóða góðan dag og klappa..og engin nicola sem gefst ekki upp á því að bjóða mér tebolla...

ansk..kemst ekki inn í póstinn minn..uglan er allt í einu búin að ákveða að hún þekki mig bara ekki og leyfir mér ekki að skoða póstinn minn..hmmpf

jæja..best að halda áfram að gera eitthvað svo ég verði nú tilbúin þegar leigubíllinn kemur til að skutla okkur á lestarstöðina...næsta stopp ísland!!!

16 mars 2006

úpps..skulda afmælisoskir..

ofur-ingan átti afmæli í fyrradag eða þann 14.mars...til hamingju með afmælið inga mín!!!! vonandi áttiru góðan dag í belfast..
birna systir átti svo afmæli í gær 15.mars..til hamingju með daginn!!!

well..held að ég þekki ekki fleiri sem eiga afmæli í þessari viku en ef ég er að gleyma einhverjum þá bara til hamingju með afmælið líka!!

jæja þá er maður bara alveg að fara að koma heim...verður haldið heljarinnar partý meira að segja mér til heiðurs á laugardagskvöldinu...reyndar er verið að fagna útgáfu Ólafíu, nýs rits um fornleifafræði, en mér finnst það svona skemmtilegra að segja að það sé til að fagna heimkomu minni...ekki sammála?

ok, var að fá hringingu frá bílstjóranum sem kemur að ná í dótið okkar, hann er á leiðinni svo ég verð að hætta þessu og fara að gera eitthvað.....

13 mars 2006

ja herna her..

eru þá ekki bara tæpir 5 dagar í að maður mæti á svæðið...var að fatta að nú þarf ég nenilega að drífa í því að klára að gera það sem ég þarf að ljúka áður en ég fer heim! er þess vegna að fara í bæinn i dag að ná í pappakassa og límband og kaupa eitthvað smotterí og svo þarf ég að byrja að pakka...er að fara til leeds á morgun eftir skóla og svo út að borða um kvöldið með köfuninni. á miðvikudaginn eru við svo að fara í óperu í bradford og á fimmtudaginn verður dótið okkar svo sótt..þannig að ég verð að vera búin að pakka fyrir þann tíma..og á föstudaginn fer ég svo heim!!!

09 mars 2006

lasin..

er ég búin að vera svo síðustu dagar eru búnir að vera frekar ömurlegir:( bryn varð lasin á föstudagskvöldið eða réttara sagt um nóttina og ældi og ældi..héldum að það væri bara af því við vorum að drekka um kvöldið..en svo hélt hún áfram að vera svona veik og svo byrjaði nicola líka að vera veik og svo á mánudaginn varð ég lasin og við vorum allar ælandi og fl..til skiptis..afskaplega óspennandi allt saman endaði með því að við urðum að hringja á næturlækni fyrir bryn því hún hætti ekki að kasta upp...svo nú erum við allar bara heima hálfslappar og aumingjalegar...þarf samt að skrifa ritgerð og fyrirlestur svo helgin verður nú svona líka skemmtileg..

er búin að setja inn fleiri myndir..undir jórvík..eiga eftir að koma fleiri þegar nicola og bryn troða sínum myndum loksins inn í tölvuna sína..

04 mars 2006

mer var ekki rænt!

né smitaðist ég af fuglaflensu..bara búin að vera of löt til að blogga..vonandi fyrirgefst mér það hér og nú..
gaf jórvíkurdjammi annað tækifæri í gærkveldi þar sem sebastian, sem fer að leigja hjá nicolu þegar ég og bryn förum heim, bauð okkur þremur að koma og hitta sig og vini sína...það var svo sem ok með nokkurri drykkju..en held að við þurfum ekkert að prófa jórvíkurdjammið aftur!
annars er búið að vera nóg að gera..louisa vinkona bryn kom og var hjá okkur í víku..fór síðasta laugardag og svo kom dagny og vinkona hennar gunnhildur sem er að læra í bradford...þær komu um síðustu helgi og það var mjög gaman..héldum m.a. almennilegt íslenskt partý á föstudagskveldinu = drukkið undir morgun og að sjálfsögðu EKKI farið í bæinn..kvöldið var tekið með slíku trukki að allir fóru að sofa um miðnætti á laugardagskveldinu:(...en það var rosa gaman að fá stelpurnar í heimsókn...
herbergið mitt er næstum tilbúið þannig að ég er flutti inn í það aftur fyrir síðustu helgi sem er mjög gott..komin með dótið mitt aftur á sinn stað oog svoleiðis..það er voða fínt og á bara aðeins eftir að ditta að smá hlutum..mála loft- og gólflistana, setja upp myndalista og gardínustöng..set inn mynd hér fyrir neðan..
skólinn er líka alveg að verða búin..skila síðustu ritgerðinni í næstu viku og flyt næstsíðasta fyrirlesturinn..flyt svo þann síðasta á þriðjudaginn 14.mars og þá er ég búin í skólanum..vei vei vei....