04 mars 2006

mer var ekki rænt!

né smitaðist ég af fuglaflensu..bara búin að vera of löt til að blogga..vonandi fyrirgefst mér það hér og nú..
gaf jórvíkurdjammi annað tækifæri í gærkveldi þar sem sebastian, sem fer að leigja hjá nicolu þegar ég og bryn förum heim, bauð okkur þremur að koma og hitta sig og vini sína...það var svo sem ok með nokkurri drykkju..en held að við þurfum ekkert að prófa jórvíkurdjammið aftur!
annars er búið að vera nóg að gera..louisa vinkona bryn kom og var hjá okkur í víku..fór síðasta laugardag og svo kom dagny og vinkona hennar gunnhildur sem er að læra í bradford...þær komu um síðustu helgi og það var mjög gaman..héldum m.a. almennilegt íslenskt partý á föstudagskveldinu = drukkið undir morgun og að sjálfsögðu EKKI farið í bæinn..kvöldið var tekið með slíku trukki að allir fóru að sofa um miðnætti á laugardagskveldinu:(...en það var rosa gaman að fá stelpurnar í heimsókn...
herbergið mitt er næstum tilbúið þannig að ég er flutti inn í það aftur fyrir síðustu helgi sem er mjög gott..komin með dótið mitt aftur á sinn stað oog svoleiðis..það er voða fínt og á bara aðeins eftir að ditta að smá hlutum..mála loft- og gólflistana, setja upp myndalista og gardínustöng..set inn mynd hér fyrir neðan..
skólinn er líka alveg að verða búin..skila síðustu ritgerðinni í næstu viku og flyt næstsíðasta fyrirlesturinn..flyt svo þann síðasta á þriðjudaginn 14.mars og þá er ég búin í skólanum..vei vei vei....

2 ummæli:

OFURINGA sagði...

Og aetlidi beinustu leid heim eda aetlidi ad kanna landid eitthvad fyrst?
eg a afmaeli 14. mars...og lika Albert Einstein. Bara svona ef thu vildir vita hvad gerist fleira skemmtilegt thegar thu ert buin i skolanum ;o)

Guggan sagði...

nei..lasleiki og almenn leti meðal okkar klakanna hér í jórvíkinni kemur víst í veg fyrir það..erum enn að klára skólaverkefni og svo þarf að pakka fullt af drasli..naumast hvað efnishyggjan nær alltaf tökum á manni:) svo við förum beinust leið heim á föstudaginn 17. mars