27 júní 2010

Hvað það er fagurt í Þórsmörkinni...

Þá er ég mætt í Mörkina þar sem ég blaðra útlensku og keyri traktor daginn út og inn. Langidalur er fallegur að vanda þrátt fyrir öskufall en dalurinn og reyndar Þórsmörkin öll kemur ótrúlega vel út úr þessum hamförum.


Hér er grasið slegið af miklum móð enda heyrist grasið nánast spretta!


Fékk svo að reyna mig við Krossá í síðustu viku þegar lítill jepplingur náði að drekkja sér í ánni. Fólkið komst sem betur fer heilt á húfi úr ánni en erfiðara gekk að ná bílnum upp úr. Krossáin vaðin upp að mitti til að leita að festu fyrir kaðal en ekkert að finna undir fjandans bílnum til að festa sveran kaðal í svo við skálaverjur fengum Binna í Húsadal til að koma á vörubílnum með sína spotta og tókst mér svo loksins með góðri aðstoð Binna að draga bílinn upp úr ánni á traktornum. Þá var samt fjörið ekki alveg búið því þegar búið var að ná bílnum upp úr ánni rétt eftir miðnætti þá var hann dreginn upp á plan og látinn standa þar. Þegar skálverjum fóru svo að spá í að koma sér í koju eða um hálftvöleytið en þá fór allt af stað í bílskrattanum, bílflautan, ljósin og hvaðeina og bergmálaði flautan svo um dalinn að allir gestir í skála og á tjaldstæði vöknuðu fyrir utan fólkið sem var á bílnum, en þau þurfti Margrét skálaverja að vekja!
Til að þagga niður í fjandans bílnum var brugðið á það ráð og kippa rafgeyminum úr sambandi en var það hægara sagt en gert þar sem öll verkfæri til slíks voru í bílnum hjá Brodda! En það hafðist með smá hugarflugi og meira mausi og hélt bíllinn kjafti eftir það.

11 júní 2010

Ennþá geymist það mér í minni...


Hér ætla ég að vera i sumar (eitthvað allavega), flagga, syngja ættjarðarsöngva, brosa og vera skemmtileg!!!
Ég verð s.s. skálavörður í Langadal (fyrir þá sem þekkja ekki myndina) í sumar og eru allir velkomnir í heimsókn.

Verð þó kannski eitthvað líka á þessum slóðum...

Stal þessari mynd úr Laugunum af netinu og grunar að þetta sé ca. 15 ára gömul mynd. Finnst hún dásamleg sérstaklega þar sem Guggan stendur þarna svo sæt og fín á bílaplaninu!

07 júní 2010

Last days of Sthlm

Síðustu dagar mínir hér í Svíaríki hafa liðið alltof of fljótt þrátt fyrir að ég hlakki mikið til að fara heim. En ég kem aftur, ég kem alltaf aftur!


Íslendingar í Júrópartý


Erna, Tinna og Auður eiga eins hatta!


Ég og Inga fórum á STARK Sommarfest


Og líka í Raclett matarboð hjá Cissi og Pontusi


En þetta er þó best, Frosin Margaríta!