29 september 2008

Afmæliskveðja....


Hann Hjörvar mágur minn á afmæli dag. Til hamingju með daginn og vonandi hafið þið Birna það gott í Prag.

22 september 2008

Bókasöfn!

jæja hér kemur annar röflpóstur um bókasöfn. Ég og Inga fórum í dag á bókasafnið í skólanum til að lesa...uhh..það var s.s allt í lagi fyrir utan að fólk hvíslar greinilega ekki á bókasafni háskólans í Stokkhólmi! Neihei það talar bara hátt og skýrt annað hvort i símann eða bara við hvort annað á göngunum, í stiganum, við hillurnar eða bara við LESBORÐIN! Ooog það tekur ungabörn með sér á bókasafnið...til að læra...þar sem allir aðrir eru að læra! Svo er það þetta blessaða flokkunarsystem...óþolandi...en það besta virðist þó vera að á meðan sænski pósturinn kann ekki stafsetningu þá veit bókasafnið ekki hvað eru fornöfn og hvað eru eftirnöfn hjá íslenskum fornleifafræðingum. Þannig eru t.d. Bjarni F. Einarsson og Adolf Friðriksson flokkaðir undir EIN og FRI en Kristján Eldjárn og Steinunn Kristjánsdóttir flokkuð undir KRI og STE.

21 september 2008

Léttir....

tölvan mín er ekki að hrynja..allavega ekki alveg strax! Skype-vandamálið er s.s. tengingin..líklega...Breki, tölvuséníið á heimilinu (sonur Rannveigar sem ég leigji hjá og býr á neðri hæðinni) segir að þetta sé líklega nettengingin en ekki tölvan mín:) En skjárinn er reyndar enn að slökkva á sér öðru hvoru en hver þar svo sem að sjá á einhvern tölvuskjá..ok ok..smá vandamál þar kannski en hún lifir vonandi fram á næsta sumar. En allavega hefur Breki verið að lenda í því að tengingin er svo hæg stundum að skype virki ekki alveg eins og það á að gera. Hann er reyndar með eitthvað voða tölvusystem og netþjón fyrir húsið og alles og er að hlaða niður fullt af efni þannig að það er kannski ekkert skrítið þó að tengingin sé stundum "over-crowded". Þannig að annað hvort verð ég bara að bíða færis þegar lítið er um að vera á netinu hérna heima eða fá mér svona "pung".... uhh... tölvupung sko. En svoleiðis apparat kostar 199 sek á mánuði svo hin fátæka námsmey verður líklega bara að bíða færis á netinu.

17 september 2008

Ritskoðun á Nationalmuseum!

var á mjög áhugaverðum fyrirlestri í dag á Statens Historiska museum, yfirskriftin var:Hvaða gildi stjórna safnkosti safna og vali á safnkosti? og var í því samhengi verið að ræða hlutverk safna eða kannski frekar hlutverk safnkosts safna. Þar var bráðskemmtilegur breti að halda þennan fyrirlestur og talaði hann um marga áhugaverða hluti í þessu samhengi, en þó var það eitt atriði sem mér fannst sérlega skemmtilegt. Hann fór á sýningu á Nationalmuseum hér í Stokkhólmi en hugmyndin á þeirri sýningu var að inn á milli þess sem var á sýningunni voru athugasemdir frá listamönnum um sýninguna. Safnið hafði s.s. fengið nokkra listamenn til að "kommenta" á sýninguna og það sett upp á ýmsan hátt. Þar var svo videoverk frá listkonunni Zöndru Ahl sem sýnir heimildamynd með mikilli gagnrýni á safnið. Eitthvað líkaði stjórnendum safnsins ekki gagnrýnin svo þeir stöðvuðu sýningu verksins (lesa má frétt um þetta hér). Á meðan hann stóð við vídeoverkið sem var ekki í gangi og engin útskýring neinstaðar nálægt gekk fólk fram hjá án þess að spá í hvað ætti að vera á skjánum þar sem ekkert gaf til kynna hvað þetta ætti að vera eða hefði verið. Þegar hann sagði þetta þá stóð upp samanhert kona í salnum og truflaði fyrirlesturinn og sagðist vera ein af framkvæmdarstjórum sýningarinnar og það hefði verið ástæða fyrir því að sýning verksins hefði verið stöðvuð, hún hefði vakið hörð viðbrögð hjá almenningi en einnig hjá starfsfólki safnsins. Hins vegar væri öllum frjálst að sjá heimildarmyndina ef það er spurt um það! En eins og áður sagði þá er ekkert skilti sem segir það, fyrir þá sem vita hvað þetta er yfir höfuð hvað þessi skjár á veggnum á að fyrirstilla.
Uhhumm, ég og Inga fengum bara hroll þegar herta konan byrjaði að tala enda var hún bara fúl út í þennan breta sem var að gagnrýna safnið "hennar"...minnti mig á einhvern..kem því bara ekki alveg fyrir mig...anyone?

djöfull og dauði!!!

held að aumingja tölvan sé nú endanlega að gefa upp öndina, eftir að hafa lent nokkrum sinnum í því að það slökknar allt í einu á skjánum og allt verður svart og svo frýs stundum póstforritið þá hefur stærsta vandamálið til þessa komið upp:
ÉG GET EKKI TALAÐ VIÐ NEINN Á SKYPE!
Reyndi að tala við Birnu systir um helgina en hún heyrði ekki neitt í mér...ég hélt að það væri af því að ég fékk mér svona skype call-out og hringdi úr tölvunni minni í heimasímann hennar en nú ætluðum ég og Sandra að kjafta á skype enda mikið að segja frá en þá ýmist heyrði hún ekkert í mér eða ég ekkert í henni...skil ekki...vona bara að hún sé ekki að fara að deyja alveg strax ..(tölvan mín sko, ekki Sandra) en það gæti litið út fyrir að ég þurfi að bettla peninga af bankanum fyrir nýrri tölvu um jólin :(
versta er hins vegar að ég virðist ekki getað talað við neinn á skype þangað til :(

Gudbjörn Melsted, Gudbjörg Melstej eða Guabjerg Melsted?

sænska póstinum finnst greinilega nafnið mitt gefa sér óendanlega möguleika með stafsetningu. Ég fékk þrjá pakka með sömu sendingu og á tilkynningunum, sem voru þjár s.s hver fyrir einn pakka, var nafnið mitt skrifað á mismunandi hátt. Ég hélt að kannski skrifaði ég bara svona illa þegar ég sendi pakkana að heiman að nafnið mitt skildist ekki eeen aldeilis ekki sko sjáið bara...

varla hægt að misskilja þetta eitthvað!

12 september 2008

Svensk personnummer!

þá er ég komin með sænska kennitölu og fer þá vonandi allt að virka hér í svíaríki. Hér er nefnilega nánast ekkert hægt að gera nema að hafa sænska kennitölu. Ég þarf m.a. að kaupa skólabækurnar mínar á netinu þar sem við erum svo fá í kúrsinum (erum 16) að bóksalan í háskólanum kaupir ekki inn bækur í svo fámenna kúrsa!! Hér er líka sama staðan og í York, þarf að ljósrita allar greinar þar sem ekki má gefa/selja nemendum hefti með ljósrituðum greinum. En við megum samt ljósrita greinarnar sjálf og borgum formúgu fyrir það! já það er margt í mörgu.. Annars er nóg að gera í skólanum, þarf einmitt að lesa nokkrar af þessum rándýru ljósrituðu greinum fyrir þriðjudag en þá er seminar...og það fer fram á sænsku...gaman gaman. En það gengu samt alveg ágætlega að skilja fólk hérna, helst Stokkhólmsbúar sem tala svo hratt að þeir eru illskiljanlegir en ég var t.d. á Medelhavsmuseet á miðvikudaginn með skólanum og þar var finnskur kennari með okkur og það mér finnst t.d. auðveldara, að skilja Finnlands-sænskuna heldur en Stokkhólms-sænskuna...en þetta kemur nú allt saman.

10 september 2008

09 september 2008

Palli var einn í heiminum!

hmmm...ég og Inga verðum svo sannarlega í þeim fílingnum í vetur þar sem við erum bara 2 á fyrsta ári í masternum í okkar deild(Laborativ Arkeologi)! Í fyrra voru þau 10 sem eru þá á öðru ári núna en nú erum við bara 2, veit ekki hvað hefur gerst eða ekki gerst en allavega þá fáum við Inga þá bara ALLA athyglina. Fórum annars í fyrsta tímann í dag þar sem var verið að kynna fyrir okkur það sem gert er í AFL (Arkeologiska forskningslaboratoriet. (þeir s.s.stytta allt hér í Stokkhólmi!) Allt fór þetta fram á sænsku og gekk ágætætlega að skilja fólkið, þó var sérstaklega einn doktorsneminn sem kynnti fyrir okkur Benkemi (ísatópar, kollagen o.fl.) sem var sérlega auðvelt að skilja svo ég held að hér eftir tali ég eingöngu við hana. En svo hittum við líka Lenu Holmquist Oluasson og hún bað að heilsa Bjarna..grín. Nei nei hún var mjög fín og við klæðskerasniðum námið okkar soldið, en það er alltaf hægt að gera breytingar s.s skipta um kúrsa eða etwas. Á morgun er svo fyrirlestur og heimsókn á Medelhavsmuseet. Í október er svo ferð til Öland, gaman gaman.

Hér eru svo myndir af nýja hundinum mínum


hann er svakalega forvitinn


og þarf að skoða allt


en svo þarf hann að leggja sig eftir alla skoðunina

07 september 2008

Mætt á svæðið!

Jæja þá er ég bara komin til Stokkhólms. Er búin að koma mér fyrir í herberginu mínu og mamma..nei ég meina Rannveig er voða fín og hjálpsöm. Er einnig með sætasta Husky hund ever á heimilinu en hann er sjúklega forvitin og algjör kelirófa sem heimtar knús reglulega..set inn myndir af hverfinu, húsinu, herberginu, hundinum o.fl. fljótlega. Hugsa að ég setji eingöngu inn myndir af hlutum sem byrja á H. Ég og Inga skoðuðum okkur svo aðeins um í dag, ráfuðum um Södermalm og Gamla Stan. Fundum m.a.út úr því hvert við þurfum að fara á morgun til að sækja um sænska kennitölu. Svo verður bara háskólasvæðið skannað á morgun, þarf að fara í bókabúðina, brennibolta