09 september 2008

Palli var einn í heiminum!

hmmm...ég og Inga verðum svo sannarlega í þeim fílingnum í vetur þar sem við erum bara 2 á fyrsta ári í masternum í okkar deild(Laborativ Arkeologi)! Í fyrra voru þau 10 sem eru þá á öðru ári núna en nú erum við bara 2, veit ekki hvað hefur gerst eða ekki gerst en allavega þá fáum við Inga þá bara ALLA athyglina. Fórum annars í fyrsta tímann í dag þar sem var verið að kynna fyrir okkur það sem gert er í AFL (Arkeologiska forskningslaboratoriet. (þeir s.s.stytta allt hér í Stokkhólmi!) Allt fór þetta fram á sænsku og gekk ágætætlega að skilja fólkið, þó var sérstaklega einn doktorsneminn sem kynnti fyrir okkur Benkemi (ísatópar, kollagen o.fl.) sem var sérlega auðvelt að skilja svo ég held að hér eftir tali ég eingöngu við hana. En svo hittum við líka Lenu Holmquist Oluasson og hún bað að heilsa Bjarna..grín. Nei nei hún var mjög fín og við klæðskerasniðum námið okkar soldið, en það er alltaf hægt að gera breytingar s.s skipta um kúrsa eða etwas. Á morgun er svo fyrirlestur og heimsókn á Medelhavsmuseet. Í október er svo ferð til Öland, gaman gaman.

Hér eru svo myndir af nýja hundinum mínum


hann er svakalega forvitinn


og þarf að skoða allt


en svo þarf hann að leggja sig eftir alla skoðunina

Engin ummæli: