28 ágúst 2007

mer finnst rigningin...

ekkert sérlega góð...verð ég nú bara að segja. Byrjaði nefnilega að rigna á okkur eftir hádegi í dag..degi of snemma samkvæmt veðurspám..helv....veðurfræðingar ljúga alltaf! nei nei en það var reyndar ekki hellidemba fyrr en við vorum að hætta svo ekki alslæmt. Í gær var hinsvegar ennþá sumar og sól skein í heiði og ég og Inga vorum að vinna á föðurlandinu einu saman allan daginn...það var svo heitt og komumst að því að það var minna ves að fara bara úr buxunum og vera á síðum en að fara úr buxunum og úr þeim síðu og svo í buxurnar aftur..bara ves! Gjóskulagasérfræðingurinn sem heimsótti okkur í gær sagði víst reyndar að þetta hefði hann aldrei séð áður...fólk að vinna á nærbuxunum (síðum) í ágúst á Íslandi...

allavega..hún Hildur systir mín á afmæli í dag..TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!

nenni ekki meir núna.....

19 ágúst 2007

allt búið!


jæja þá er uppgreftri á Reyðarfirði lokið eftir 10 vikna úthald...er nú komin á Þjótanda við bakka Þjórsár en kem í bæinn um helgar. Gist er á Hótel Heklu á Brjánsstöðum eins og i vor svo nú getur maður farið að takast á við lúxisvandamálin, t.d. hvort það sé búið að búa um rúmið eða raða upp handklæðunum o.s.fr.v.

set hér inn nokkrar myndir frá Reyðarfirði..

fallega hellulagða gólfið okkar...sem var svo ekki elsta gólfið heldur var annað gólf þar undir!

Ég og Jói að fjarlægja fallega hellulagða gólfið okkar..

Guðdómlegi "vinnuskúrinn" okkar!

Uppgraftarhópurinn..ef hóp má kalla..allavega ekki fjölmennur..jói, sindri, ég og daniel.

06 ágúst 2007

orðin alveg bloggóð?

nei nei bara nota tækifærið og etja inn myndir loksins þegar maður er með almennilega nettekngingu..HEIMA HJÁ MÉR.

Ég og Sindri uppi á Skálafellsjökli.

sést ekki vín á nokkrum manni!

marshalltown blívar..

kostuleg rokkaramynd af Sindra og Manna

ostar og vín..

er bloggletin alveg að fara með mann?

jæja þá er helgarfrí í borginni senn á enda Margt búið að vera í gangi þó minna í uppgreftinum = engir gripir svo ég er að spá í að hætta þessu og gerast flugfreyja..

Allawega þá er hér smá yfirlit síðasta mánuðs eða svo.

- fyrstu helgina í júlí fórum við grafarar á Austurlandi í útskriftarpartý hjá Söndru, Sindra og Bryn að Nesjum fyrstu helgina í júlí..rændum m.a.Dax úr klaustrinu..það var heljarinnar stuð..meira að segja svo mikið að Manni dansaði við 80´s...


-helgina á eftir fórum við út í Papey í gær með restinni af grafaraliðnu á Hólmi. Mjög fínt fyrir utan sjóferðina þangað svo Power Team ákvað að næst verður farið með þyrlu!


-þá kom að langþráðu helgar fríi í borginni þar sem fræðafélagið kikti aðeins út á lífið í stórborginni..

-ég og Sindri fórum svo á LUngað á Seyðisfirði ásamt Albínu, Dax og co..það var svaka fjör hjá okkur "fjölskyldufólkinu" og þakka öllum fyrir skemmtilega helgi..það var rosagaman að hitta þig Albína og við sjáumst þá bara næst um jólin..í glamúrboði fræaðafélagsins! Óla vil ég líka þakka kærlega fyrir mig og minn maga og það er nokkuð lóst að þu ert hér með pantaður sem kokkur og grillmaestro í allar útilegur héðan í frá...
en það besta eftir þessa helgi er þessi setning "ég veit það ekki, ég er ekki frá Seyðisfirði" en það var svar afgreiðslustúlkunnar í sjoppunni á staðnum þegar undirrituð (þunn) og ekki mjög þolinmóð spurði hvort það væri ekki til Aquarius í þessari ....sjoppu!!!
Læt fylgja þessar dating myndir af Albínu og Dax..



-næsta helgi var nú svo bara tekin rólega heima í RÆKJUVINNSLUNNI með ostum og rauðvíni..afskaplega notalegt.Fórum svo upp að Kárahnjúkum og Snæfelli á sunnudeginum ásamt Dax..Takk fyrir ánægjulegan dag:) endaðum svo í kaffihlaðborðinu á Skriðuklaustri..namm namm. svo fóru Steinunn og Dax og sýndu okkur uppgröftin og alla gripina (snökt snökt) sem þau eru búin að finna..

Þessi helgi í borginni var svo álíka notaleg..kveðjupartý hjá Bryn á laugardag þar sem hún er að fara til Noregs í skóla..nánartiltekið Þrándheims svo fræðafélagið er byrjað að dreifa sér um Norðurlöndin...en ég á vonandi eftir að kveðja þig aftur rétt áður en þú ferð Bryn..
en nú er sem sagt helgarfríi í borginni senn á enda, flýg austur i dag og veit ekki alveg hvenær ég kem aftur en sennilega klárum við í vikunni eftir næstu helgi.