27 desember 2006

almennt andleysi..

hrjáir mig þessa daganna. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé heilsuspillandi að skrifa lokaverkefni á háskólastigi og þess vegna er ég að spá í að senda Háskóla Íslands reikning fyrir útlögðum kostnaði sakir andlegra og líkamlegra kvilla sem allir eiga rætur sínar að rekja til B.A.-ritgerðar minnar. Kannski að ég geti einnig krafist skaðabóta? Allavega er ekki mikið fjör á þessum bæ...öfunda soldið Dax áhyggjulausa í Norge yfir jólin.

Annars er ég líka að leita mér að tímabundinni vinnu eftir áramót, frá miðjum jan fram á vor. Svo ef það er einhver sem veit um skemmtilegt og vel launað starf þar sem ég get látið ljós mitt skína í nokkrar vikur/mánuði endilega látið mig vita.

Svo er glamúr jólaboð Fræðafélagsins á næsta leiti...

14 desember 2006

Allt þa er þegar fernt? er...

mér finnst nú alveg nóg komið þegar tvennt eða þrennt er ekki að ganga upp! en hvað þá þegar vitleysan ætlar engan endi að taka. dagurinn í gær byrjaði á því að ég fór í Herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar að kaupa bindi. Nei það er ekki handa pabba mínum og NEI ég er ekki kominn með kærasta. Bindið er handa mér sjálfri, jólagjöf frá mér til mín. Ég sá nebblilega eitt afskaplega skemmtilegt þar á laugardaginn, skræpótt með blómum og látum en svo þegar ég ætlaði að fara að kaupa það í gær þá var það BÚIÐ! Svo ég keypti þá bara tvö önnur sem ég fann:) Svo er ég búin að vera leita að svörtum rúllukragabol út um allan bæ og endaði svo á einum rándýrum inn í Kultur (hættuleg búð) en ég gafst bara uppá að leita:(
Síðan fór ég á Serrano af því mig langaði allt í einu svo mikið í mexikanskan, valdi svo vel og vandlega eftir kúnstarinnar reglum (mínum kúnstum) og fór svo heim með hann hæstánægð en ekki var adam lengi paradís! ÉG FEKK VITLAUSAN BURRITO! varð að alveg nett pirruð og hringdi náttlega og kvartaði og fékk reyndar bætt úr mínum umkvörtunum. Svo í morgun þá fór þvottavélin ekki í gang! garg!!!!

05 desember 2006

jamm og jæja...

ja hérna hér..lærði nákvæmlega ekki neitt um helgina svo nú er ég búin ða lofa að vera svaka dugleg í vikunni og um næstu helgi... Ursula kom nefnilega um helgina svo það fór mest af tímanum í að drekka bjór...tókst að fara á Ölstofuna á fimmtudags, föstudags og laugardagskvöld...átti svo rólega stund á Hressó á sunnudagskvöld, varð samt rosalega pirruð þegar ég pantaði mér heitt súkkulaði með þeyttum rjóma og fékk það í háu glerglasi með RÖRI!!!!! ég meina hverjum dettur þetta í hug...hef samt orðið vör við þetta trend á öðrum stöðum en ég get varla komið í orð hvað mér finnst þetta heimskulegt...t.d. þá getur maður ekki haldið um glasið því það er svo heitt og ekki er neinn hanki, og rörið...finnst ég ekki einu sinni þurfa að minnast á það heimskudæmi!!! en ég sem sagt var voða kurteis og ákvað að reyna að leyna pirringnum og bað stúlkuna sem færði mér þetta, vinsamlegast um fá heita súkkulaðið mitt í BOLLA!...það kom svo í bolla en EKKI á undirskál og engin teskeið!..svo ég varð aftur voða kurteis og bað um undirskál og teskeið.
mér fannst þetta frekar spees allt saman og fór allt í einu að spá hvort að það endar einhvern tímann á því að þegar maður er að panta sér mat á veitningastöðum að maður þurfi þá að taka fram hvernig maturinn á að vera borinn fram og í hverju. "Ég ætla að fá súpu, takk; í súpuskál og með skeið"

Annars fór ég upp í hlöðu í dag, hitti Bryn í kaffitstofunni þar í hádeginu og ætlaði svo að fara að læra. Fattaði svo að prófatíminn er byrjaður og ákvað að það væri örugglega allt fullt ðg ekki séns að fá borð, svo kom Inga og ég náði að sannfæra hana um þetta líka, þannig að ég var rosa dugleg í dag, var á bókhlöðunni frá ca. 13-17 en bara á kaffistofunni!