14 desember 2006

Allt þa er þegar fernt? er...

mér finnst nú alveg nóg komið þegar tvennt eða þrennt er ekki að ganga upp! en hvað þá þegar vitleysan ætlar engan endi að taka. dagurinn í gær byrjaði á því að ég fór í Herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar að kaupa bindi. Nei það er ekki handa pabba mínum og NEI ég er ekki kominn með kærasta. Bindið er handa mér sjálfri, jólagjöf frá mér til mín. Ég sá nebblilega eitt afskaplega skemmtilegt þar á laugardaginn, skræpótt með blómum og látum en svo þegar ég ætlaði að fara að kaupa það í gær þá var það BÚIÐ! Svo ég keypti þá bara tvö önnur sem ég fann:) Svo er ég búin að vera leita að svörtum rúllukragabol út um allan bæ og endaði svo á einum rándýrum inn í Kultur (hættuleg búð) en ég gafst bara uppá að leita:(
Síðan fór ég á Serrano af því mig langaði allt í einu svo mikið í mexikanskan, valdi svo vel og vandlega eftir kúnstarinnar reglum (mínum kúnstum) og fór svo heim með hann hæstánægð en ekki var adam lengi paradís! ÉG FEKK VITLAUSAN BURRITO! varð að alveg nett pirruð og hringdi náttlega og kvartaði og fékk reyndar bætt úr mínum umkvörtunum. Svo í morgun þá fór þvottavélin ekki í gang! garg!!!!

2 ummæli:

OFURINGA sagði...

Jisús minn...greyjið!

dax sagði...

æ en pirró. sumir dagar eru svona.