29 mars 2011

sænska skattaskýrslan mín!



Átti hið árlega samtal við starfsmann Skatteverket í Stokkhólmi og endar samtalið alltaf eins;...„já, ég veit að ég fæ enga skattaskýrslu ef ég hef ekkert verið að vinna og þar af leiðandi ekki borgað neina skatta, en íslenski skatturinn þarf að fá það skriflegt“. „En hvað það er fíflalegt!“ svarar starfsmaðurinn og heldur áfram „ég get ekki prentað neitt út þar sem það er ekki neitt skráð á þig“. „Umm, ég veit, en síðustu ár hefur bara verið prentuð út skjámyndin sem sýnir að ég eigi enga sænska skattaskýrslu“ svara ég. „Og dugar þeim það?“ spyr starfsmaðurinn mjög hissa. „Uhh, já ef þú bara stimplar á blaðið“ segi ég og samsinni starfsmanninum sem hristir bara höfuðið yfir þessum kjánagangi íslenska skattsins.