28 ágúst 2006

ó borg min borg...

ahh...komin heim..í bili. Ofsalega er nú gott að vera komin heim í siðmenninguna en að sjálfsögðu er fjallageitin ekki komin til að vera...er á leið inn í Bása í Þórsmörk á sunnudaginn næsta og ætla mér að vera þar út september og jafnvel fram í okt. Er enn ekki alveg búin að negla niður BA verkefnið mitt..er pínu tóm í hausnum...en nú er bara að spíta í lófana og bretta upp hendurnar eins og fíflið sagði!

En sumarið er annars búið að vera ofsa gott...veit ekki alveg hvernig ég, Sandra og Inga förum að nú í vetur að sofa ekki lengur saman!!! greinilegt að maður þarf að finna sér eitthvað annað til dundurs í vetur;) jaamm en við ætlum nú að vera duglegar að elda saman í vetur svo að engin þurfi að ganga í gegnum aðskilnaðarkvíða...

15 ágúst 2006

eins og gusthlaup...

svo fljótt líður sumarið..er ekki að trúa að nú sé það senn á enda..finnst ég samt búin að vera ótrúlega lengi á klaustri og svo enn lengur á bæ (6 vikur og svo 4 vikur) en allavega þá er ég komin á hólm í nesjum..fyrir þá sem ekki vita hvar það er þá er það 7 km fyrir utan höfn í hornafirði. Já já nú eru það bara ég, sandra, inga, sindri, manni og bjarni sem erum hér..stjáni og böðvar fóru í bæinn og eru á leið á búðarárbakka....skrítið að vera ekki allavega 10 eða fleiri en þetta varður nú bara enn meira kósý fyrir vikið.
annars héldum við okkar lokapartý á laugardagskvöldið síðasta..það var hin mesta skemmtun, fórum m.a. á stórkostlega flugeldasýningu í jökulsárlóni og svo var drukkið og sungið fram undir morgun...set inn myndir seinna..