20 febrúar 2007

12 febrúar 2007

helgin...

var frekar annasöm...fór með hluta af fræðafélaginu (Söndru, Bryn og Sindra) í partý til Magneu vinkonu Söndru...Dagný og eiginmaðurinn kíktu svo í smá stund..gaman að sjá þig Dagný..svo var haldið á Kaffibarinn og dansað undir morgun.
Vaknaði svo aðeins of seint á laugardeginum og átti eftir að kaupa afmælisgjöf handa Þóru þrítugu sem ég var að fara í afmæli til um kvöldið...rumpaði því þó af og þurfti svo að fara í barnaafmæli upp í Grafarvog þar sem Sara Björk dóttir Ann og Tóta varð 1 árs gömul...ótrúlegt hvað þetta líður hratt! Allavega fattaði það á leið heim að bíllinn var hjá mömmu og pabba þar sem pabbi var að gera við læsinguna á hurðinni á föstudeginum en ég var niðrí bæ! Svo ég varð að taka strætó!! Ekki mjög hamingjusöm og varð soldið sein fyrir vikið en komst þó til að knúsa Söru og troða mig út af kökum o.fl. hjá Ann, takk fyrir mig..
Dreif mig svo af stað í afmæli til Þóru þrítugu sem var geðveikt stuð, grímubúningaþema :( en allt í lagi.. ýkti bara venjulega lúkkið og komst upp með það! Það var hrikalega gaman í afmælinu og fór svo á Sirkus..ekki eins gaman..svo ég lét mig hverfa fljótlega eftir komuna þangað.
s.s. brjálað að gera alla helgina svo ég gerði ekki neitt af því sem ég ætlaði mér að gera, eins og að þrífa heima hjá mér og ganga frá fullt af dóti sem ég er ekki enn búin að...þarf þó ekki að hafa áhyggjur af bílaþrifum í bili þar sem pabbi minn var svo elskulegur að þrífa hann fyrir mig...ég veit..ég veit...algjör dekurrófa!

09 febrúar 2007

svekkelsi...

þessa dagana að komast ekki inn á netið hjá café Victor í vinnunni..er sko í sama húsi og komst þannig inn á netið þeirra...en nú kemst ég ekki inn á það...komið password og vesen. Finnst þetta frekar fúlt og var að spá í að kvarta við café Victor en mundi þá að ég er ekki kúnni hjá þeim svo þeim er sennilega bara alveg sama þó ég komist ekki inn á netið þeirra! Þannig að nú þarf ég að finna mér eitthvað annað að gera í vinnunni en að vafra á netinu. Einhverjar hugmyndir?

02 febrúar 2007

föstudagur!!!!

hvað á maður nú að gera um helgina? Sofa..er ágætiskostur í mínum augum núna. Þarf samt að útrétta á morgun og helst að þrífa bílinn...hann er orðinn svo skítugur greyið að ég loka bara augunum þegar ég nálgast hann og opna þau svo bara aftur þegar ég er sest inn, þá sé ég ekki hvað hann er mikið skítugur...

Matarboð heima á laugardagskvöldið..Sushi...kaldhæðið..loksins þegar ég er heima!

01 febrúar 2007

Greenland shopping mall?

Var spurð áðan hvort Greenland shopping mall væri besti staðurinn til að versla...ég starði bara á manninn (útlendingur að sjálfsögðu) og var örugglega alveg tóm í framan því maðurinn spurði hvort ég kannaðist kannski ekki við þá verslanamiðstöð. Ahh KRINGLAN shopping mall...fattaði ég svo loksins..gleymdi bara að stoppa og ríma!!