30 apríl 2007

islenskar konur, fallegastar i heimi?

var eiginlega alveg kjaftstopp áðan þegar eldri kona (bandarísk) sem var að versla í búðinni spurði hvort hún mætti taka mynd af mér fyrir tengdason sinn..já TENGDASON sinn. Afi tengdasonarins hafði nefnilega sagt honum að íslenskar konur væru þær fallegustu í heimi. ég tafsaði bara eitthvað svo kerlingin smellti af...hún rúntar s.s um og tekur myndir af frambærilegu kvenfólki til að tengasonurinn geti bara dæmt þetta sjálfur...ég er ekki alveg viss um stemmninguna sem fylgdi því ef hún móðir mín ferðaðist um heiminn og tæki myndir af fallegu kvenfólki fyrir manninn minn (þ.e. ef ég ætti ein slíkan). maður ætti kannski að taka þetta upp..koma með svona trend...flottustu gæjarnir...best eða verst klipptu mennirnir...flottustu rassarnir...o.sv.fr. maður gæti svo sest niður og flokkað þetta eftir borgum og þá væru kannski allir hallærislegu gæjarnir í Tromsö..s.s ekki fara þangað...flottustu rassarnir í London.. stærstu..já nei kannski ekki til að biðja vini og vandamenn um að taka myndir af!

28 apríl 2007

oþolandi börn/foreldrar

ótrúlegt fólk sem var hér inn í búð hjá mér áðan..voru með krakka sem reif öll tuskudýrin úr hillunum og bjó sér til rúm úr þeim og rúllaði sér svo fram og aftur á þeim, foreldrarnir gerðu ekki neitt og þegar ég tók eftir þessu og bannaði honum þetta, grenjaði hann bara á mig og foreldrarnir ypptu bara öxlum og sögðu: "sorry, he is a tornado, we know"...arggg

blind dive!!

það er gott að vera með buddy sem maður treystir þegar kafað er og synt blindandi!!


Fór annars á stórgóða tónleika í gær með ingu og sindra, dax og spúsi voru þar líka. pétur ben, lay low og ólöf arnalds voru öll stórgóð og flottast þegar pétur tók billie jean á kassagítarinn..borðaði líka góðan mat á shalimar á undan með söndru, sindra og ingu..eftir að hafa beðið óendanlega lengi eftir matnum...

mig langar í plötuna með pétri..

23 apríl 2007

brrr...

innilaugin í Laugardalnum er er á York-mælikvarða hvað varðar hitastig = skítköld!!
Fór ásamt Bryn í smá upprifjun í köfun í gær..ógjó gaman í lauginni þó mér hafi verið orðið skítkalt á endanum. Ætla loksins að klára réttindin mín og er búin að finna mjög góðan kennara, held ég allavega. Tobi heitir hann og er maður vinkonu Birnu systir..týpisk langlokutengsl ala Gugga..en allavega þá er hann búinn að kaupa Dive.is og ætlar að gera mér (og Bryn) góðan díl á að klára. Ætlar líka að redda okkur díl á þurrbúning. Hlakka geðveikt til að fara næst, förum í sjó þá og svo vill hann endilega að við förum með honum í Silfru!! Er að míga í mig af spenningi :)

19 apríl 2007

Reykjavik brunnin og soðin! Gleðilegt sumar!!

sorglegt að sjá það gapandi sár sem er eftir brunan í gær í húsi Prövdu! eins og frétta maður Rásar 2 sagði síendurtekið..soldið pirrandi að hlusta á það..reykjarlykt lagði víst yfir miðborgina en ég nátturulega ofurdofin..vissi ekki neitt fyrr en Sandra sagði mér að það væri kviknað í!! en ég var sem sagt inn í harðlokaðri búð allan eftirmiðdaginn í sólinni svo enginn kæmi reykurinn inn, var alveg að kafna...
eitthvað fannst "þeim" svo að þyrfti að kæla mig niður þannig að þegar heitavatnsleiðslan sprakk í gær við Vitastíg 12 og allt varð að gufubaði þar fyrir neðan þá fór heitavatnið af húsinu mínu svo það var skítkalt í nótt í frostinu. Er reyndar smá stressuð yfir því sem ég á í hreinsuninni Úðafoss, 2 kápur, dúkur og löber, en það var gott gufubað þar fyrir utan allavega í gærkveldi og ég sá einhvað fólk þar inni en nennti ekki út að forvitnast..
Hér koma þó smá góðar fréttir..vetur og sumar fraus saman í nótt sem veit á gott sumar...er ekki annars alltaf gott veður á austfjörðum..


Jæja nenni ekki meir, dagurinn verður örugglega lengi að líða því það er Sumardagurinn fyrsti og mig langar ekki að vera að vinna..Pabbi á afmæli í dag og ég mun borða góðan mat í kvöld svo ég vil bara að nú sé komið kvöldmatur!!!

12 apríl 2007

Ég er furðuverk!!

heyrði þennan gamla “smell„ í útvarpinu áðan og síðasta erindið er kannski ágæt lífsspeki þó ég sé nú ekki sammála öllu viðlaginu..var það ekki heldur 7 ára gömul..fannst þetta mjög skrítið að Ruth Reginalds vissi að mennirnir væru komnir af öpum en ekki guði!!

..og svo syngja með..

Ég á augu, ég á eyru
ég á lítið skrítið nef.
Ég á augabrúnir, augnalok
sem lokast þegar ég sef.
Ég á kinnar og varir rauðar
og á höfði hef ég hár.
Eina tungu og tvö lungu
og heila sem er klár.

Ég á tennur og blóð sem rennur
og hjarta sem að slær.
Tvær hendur og tvo fætur,
tíu fingur og tíu tær.
Ég get gengið, ég get hlaupið,
kann að tala mannamál.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
en innst inni hef ég sál.

Því ég er furðuverk,
algjört furðuverk,
sem að Guð bjó til.
Ég er furðuverk,
algjört furðuverk,
lítið samt ég skil.

Inni í heilanum spurningum
ég velti fyrir mér
og stundum kom svörin
svona eins og af sjálfu sér.
En samt er margt svo skrýtið
sem ég ekki skil
en það gerir ósköp lítið
því mér finnst gaman að vera til.

08 apríl 2007

mig dreymdi að það væri komið arið 2012...

eða eitthvað álíka samkvæmt næstsíðustu færslu minni hér fyrir neðan..því það eru að sjálfsögðu ekki 22 ár síðan ég var 13 ára, heldur 18 ár en hvað um 4 ár + eða - skiptir ekki máli fyrir svona gamlingja eins og mig..

setti inn myndir frá fræðafélagsmatarboðinu..




02 apríl 2007

það plataði mig enginn i gær..

ekki það að ég sé svo ofurklár að enginn getur platað mig..neeeei..það hafði greinilega enginn fyrir því að reyna að plata mig..og ég sem var svo spennt..

01 apríl 2007

allt i plati 1. april

1.apríl í dag ..bíð í ofvæni eftir að verða plötuð uppúr skónum í dag. Þó geta aprílgöbb oft haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar allavega hvað mig varðar..fyrir akkúrat 22 árum síðan lenti flækingurinn í snjóflóði og má segja að það hafi verið óheppilegar afleiðingar aprílgabbs..þannig að í dag held ég mig frá snjónum og reyni bara að plata grunlausa útlendinga í túristabúðinni...
Fór í vísó í Landsbankann á föstudag með Söndru, Sindra og Manna..það var vel veitt af mat og víni en þar sem matvendi mín nær yfir alla fæðu- og drykkjarflokka þá saup ég bara á ókeypis kóki og borðaði mig sadda í staðinn. Kíktum svo á Kúlturu en fórum snemma heim þar sem ég og Sandra vorum að sofna ofan í gosið okkar..lykilorðið hér er GOS!!

hmm finnst ég soldið öldruð þegar ég tala um eitthvað sem ég gerði eða gerðist fyrir MEIRA en 20 árum síðan....