23 apríl 2007

brrr...

innilaugin í Laugardalnum er er á York-mælikvarða hvað varðar hitastig = skítköld!!
Fór ásamt Bryn í smá upprifjun í köfun í gær..ógjó gaman í lauginni þó mér hafi verið orðið skítkalt á endanum. Ætla loksins að klára réttindin mín og er búin að finna mjög góðan kennara, held ég allavega. Tobi heitir hann og er maður vinkonu Birnu systir..týpisk langlokutengsl ala Gugga..en allavega þá er hann búinn að kaupa Dive.is og ætlar að gera mér (og Bryn) góðan díl á að klára. Ætlar líka að redda okkur díl á þurrbúning. Hlakka geðveikt til að fara næst, förum í sjó þá og svo vill hann endilega að við förum með honum í Silfru!! Er að míga í mig af spenningi :)

2 ummæli:

OFURINGA sagði...

Mér finnst þetta ofurspennó!! Díll á dry suit segiru...*blikkblikk*
Hvernig er það annars mega ocean divers frá BSac kíkja með í silfru?? ;o)

Guggan sagði...

örugglega, ég nefni það við Tobi.