19 apríl 2007

Reykjavik brunnin og soðin! Gleðilegt sumar!!

sorglegt að sjá það gapandi sár sem er eftir brunan í gær í húsi Prövdu! eins og frétta maður Rásar 2 sagði síendurtekið..soldið pirrandi að hlusta á það..reykjarlykt lagði víst yfir miðborgina en ég nátturulega ofurdofin..vissi ekki neitt fyrr en Sandra sagði mér að það væri kviknað í!! en ég var sem sagt inn í harðlokaðri búð allan eftirmiðdaginn í sólinni svo enginn kæmi reykurinn inn, var alveg að kafna...
eitthvað fannst "þeim" svo að þyrfti að kæla mig niður þannig að þegar heitavatnsleiðslan sprakk í gær við Vitastíg 12 og allt varð að gufubaði þar fyrir neðan þá fór heitavatnið af húsinu mínu svo það var skítkalt í nótt í frostinu. Er reyndar smá stressuð yfir því sem ég á í hreinsuninni Úðafoss, 2 kápur, dúkur og löber, en það var gott gufubað þar fyrir utan allavega í gærkveldi og ég sá einhvað fólk þar inni en nennti ekki út að forvitnast..
Hér koma þó smá góðar fréttir..vetur og sumar fraus saman í nótt sem veit á gott sumar...er ekki annars alltaf gott veður á austfjörðum..


Jæja nenni ekki meir, dagurinn verður örugglega lengi að líða því það er Sumardagurinn fyrsti og mig langar ekki að vera að vinna..Pabbi á afmæli í dag og ég mun borða góðan mat í kvöld svo ég vil bara að nú sé komið kvöldmatur!!!

1 ummæli:

dax sagði...

En gaman að heyra þetta. Jú það verða sko skoðaðar austfirskar útihátíðir í sumar. Alveg 16 -. Eins gott að fara að gera unglegheita æfingar ;-)