24 nóvember 2008

meiri snjó...meiri snjó...meiri snjó...


jebb..það er allt á kafi í snjó hér í Stokkhólmi. Reyndar átti ég nú ekki von á því að Svíarnir yrðu svona stressaðir yfir smá snjókomu, en í dagblöðunum í dag var fólki ráðlagt að halda sig heima við í dag og ekki senda börnin sín í skólann...allt vegna smá snjókomu! Sem þeim fannst reyndar vera stormur!! En í alvöru...þá var varla vindur með ofankomunni í dag, komu smá hviður við og við síðustu nótt en ekkert Öræfasveitar rok! En snjókoma þýðir reyndar seinkun á lestunum...þær eru víst ekki alveg gerðar fyrir vetrarveður á norðurslóðum..reyndar ekki haustveður heldur þar sem lauf sem falla á lestarteinanna á haustin valda einnig seinkunum..kannski virka þær bara fínt á sumrin?
En allavega þá þarf ég að fara inn í borg á morgun svo það er eins gott að reikna með þessum "snjóseinkunum"...


Derka/Lock er hér sofandi uppi í rúminu mínu..hann er í fýlu því Breki er í útlöndum svo hann er að prófa aðra staði til að sofa á...hann er þó ekki alveg kominn á fullt í hunguverkfallið eins og vanalega..

18 nóvember 2008

Meðalaldur 75 ár!

Var á fyrirlestri áðan uppi á deild og ég get svarið það..held að meðalaldurinn hafi verið yfir 70 ár. Reyndar höfum ég og Inga væntanlega lækkað hann kannski niður fyrir 60. En ág sat við hliðina á Björn Ambrosiani, sem er einmitt áttræður, og var að reyna að telja í mig kjark að kynna mig og ritgerðarefnið mitt en guggnaði á því :(
(fyrir ykkur sem eruð ekki fornleifafræðingar þá er Björn Ambrosiani mjög þekkt nafn í skandinavískri fornleifafræði og gróf um árabil í Birka en þaðan er einmitt efniviður meistararitgerðar minnar). En það var s.s. svona lið eins og hann og prófessorar héðan og þaðan og svo ég og Inga!

En að öðru..,þá var Sandran í heimsókn hjá Guggunni um helgina og það var roooosa gaman. Við ráfuðum um bæinn og svo bauð hún mér út að borða á föstudagskvöldinu á veitingastað í SoFo sem heitir Little Persia og er eins og nafnið gefur kannski til kynna..persneskur veitingastaður. Maturinn var ofsagóður en þjónustan ekki eins ofsagóð! Inga, Óskar og Elin komu svo og hittu okkur þar og fengu sér öl með okkur. Á laugardeginum fórum við Sandra svo og hittum mömmu hennar og móðursystir sem komu frá Uppsala, mamma hennar bauð okkur í hádegismat, fórum á hlaðborð í Saluhallen við Östermalmstorg, þannig að konan mín og tengdó héldu mér s.s. uppi um helgina ;) ekki slæmt að fá svona heimsóknir þegar maður er fááátækur stúdent... takk fyrir komuna Sandra og co...


ég, Sandra og veggurinn vinur okkar! (Inga myndasmiður tók þessa mynd)


Óskar, Elin, Sandra og nefið á Ingu


Inga Hlín bjútíkvín og Óskar


Önnur tilraun og nú án veggsins! (þessi nær-mynd er í boði Ingu illkvittnu)

13 nóvember 2008

Sandra er að koooooooma!!!

ohh..ég hlakka svo til því Sandra er að koma í heimsókn til mín á morgun! já já það eru bara allir að fá kærustur/kærasta í heimsókn um helgina..ég, Inga, Jonathan...:)
Sandra verður reyndar bara fram á laugardag en við þurfum þá bara að nýta tímann enn betur. Ætlum að ráfa um borgina aðeins og fara svo út að borða á morgun...afskaplega rómó allt saman...og kíkja svo eitthvað út á lífið. Það verður ofsa gaman að fá hana í heimsókn þótt stutt sé..sko heimsóknin...ekki Sandra.
Annars er ég búin að vera frekar mikill innipúki þessa vikuna þar sem búið er að rigna mikið svo ég ákvað að vera ekkert að bleyta mig heldur vera bara inni og lesa aðeins fyrir skólann. Fór svo loks út í dag og upp á háskólabókasafn sem ég er alveg gjörsamlega búin að finna út að ég bara þoli ekki..m.a. vegna heimsks flokkunarkerfis. Þannig að ég held að Vitterhetsakademiens bibliotek (bókasafnið hjá Riksantikvarieämbetet) verði fyrir valinu hér eftir enda eiga þeir nánast allar bækur og greinar tengdar fornleifafræði sem gefnar hafa verið út í Svíþjóð. Ég fór á kynningu þangað um daginn og fékk bókasafnskort þar og alles svo ég held að það sé bara málið héðan í frá.

Læt nokkrar myndir frá Halloween á Gulu villunni og stjörnuspánna mína fylgja hér þó svo ég sé ekkert of hrifin af svona skynsemistali:

Naut: Freistingar láta á sér kræla. Flas er sjaldan til fagnaðar. Allir hafa gott af því að sjá að það er ekki allt sjálfgefið í þessum heimi.


Jonathan ákvað að vera sænskur (hann er þjóðverji) og fékk verðlaun fyrir ljótasta búninginn


Cissi a.k.a Pumkin og Kerstin the 60's girl


Pontus (kærasti Cissi) og vinur hans fengu verðlaun sem besta parið!


Inga Kahlo!


Fólk var nú ekki alveg með það á hreinu hvað ég var en mér finnst það mjög augljóst...Agúrka!!

11 nóvember 2008

ER EKKI VERIÐ AÐ GRÍNAST Í MÉR!!!!!!

ég er svo sótill út í LÍN akkúrat núna að það gjörsamlega sýður á mér. Ég var að skoða umsóknina um þetta svo kallaða "neyðarlán" sem á að veita námsmönnum erlendis. Þar kemur fram að ef ófyrirsjánleg röskun á stöðu og högum hefur orðið hjá námsmanni erlendis er heimilt að veita honum aukalán sem nemur allt að framfærslu tveggja mánaða.Þar er hinsvegar einnig tekið fram að þetta er eingöngu fyrir þá sem teljast í "sárri neyð"! Með umsókninni þarf svo að fylgja skrifleg skýring og/eða rökstuðningur og gögn sem staðfesta breytta stöðu umsækjenda. Hver umsókn verður tekin sérstaklega fyrir og metin af stjórn sjóðsins og umsóknir án fylgiskjala verða ekki teknar fyrir!
Hvað er eiginlega verið að meina með þessu rugli! Hvern fjandan á maður eiginlega að senda inn með umsókninni. Matarkvittanir úr Lidl (lágvöruverslun) til að sýna fram að að til þess að eiga fyrir mat getur maður ekki verslað annar staðar. Bankayfirlitið sem sýnir að leigan mín hefur hækkað um tæpar 10.000 isk milli sept og okt? Kvittanir fyrir lestarkortinu sem maður þarf að kaupa til að komast í skólann? Ég er bara ekki alveg að fatta þetta!
Þar fyrir utan talaði ég við LÍN í síðustu viku vegna þess að ég gat ekki sótt um frestun lánsloka á vefnum hjá þeim (hlekkurinn virkaði ekki). Átti að sækja um þetta fyrir 11.nóv svo ég þyrfti ekki að fara að byrja að borga af námslánunum úr B.A. náminu meðan ég væri í framhaldsnámi erlendis! En nei þá var mér tilkynnt það af ráðgjafa hjá LÍN að ég hefði þurft að vera í lánshæfu námi síðasta vetur líka til að fá þessa frestun. Ég sagði konunni að mér þykir það undarlegt þar sem ég hafði samband við LÍN í vor og þá var mér sagt eins og áður að þar sem ég útskrifaðist úr B.A. námi í febrúar 2007 ætti ég að geta fengið þessa frestun ef ég byrjaði í ramhaldsnámi innan 2 ára frá útskrift! "Já, en það var samkvæmt gömlu reglunum" sagði konan þá. "Í sumar voru samþykktar nýjar og breyttar reglur sem kveða á um þetta". "Og ég þarf þá s.s. að byrja að borga af gamla láninu nú á mars/apríl sem er þá væntanlega um 80.000 kr?" Já það er rétt" sagði konan. "Hvernig eiga námsmenn erlendis eins og ég sem allir eru í fjárhagsvandræðum vegna gengislækkunnar íslensku krónunnar og rétt geta borgað leigu og mat, að greiða svo af námslánunum líka?" "Nú þeir verða bara að borga leigu og mat og greiða af láninu líka" sagði hún glaðlega!!!
Ég varð bara svo hissa á viðmótinu að ég bara þakkaði fyrir og lagði á.

06 nóvember 2008

Slattapartý og strætóferð...

fór á stjórnarfund hjá STARK í gær og slattapartý upp í Gulu villunni. Stark átti nefnilega nokkurn slatta af áfengisflöskum sem var bara smá slatti eftir í og við ákváðum að fækka áfengistegundum í sölu á pöbbnum.. svo stjórnin ákvað að taka að sér það verkefni að klára þessa slatta úr flöskunum...s.s.slattapartý. Slatti er slatte á sænsku en Jonathan misskildi þetta aðeins fyrst...slutpartý...tek það fram að hann var að hugsa þetta á ensku...ekki sænsku! En allavega eftir að við náðum að klára slattana úr velflestum flöskunum ákváðum við Inga og Elin að vera aðeins lengur og fá okkur einn öl eða svo á pöbbnum en það var Onsdag á Gulu villunni. Um eittleytið ákváðum við svo að fara heim en þegar við komum niður á T-bana var næsta lest kl.05.04..úpps..föttuðum það ekki alveg að það væri virkur dagur og því engar lestar á nóttunni. En sem betur fer gengur strætó alla nóttina á virkum dögum svo við hoppuðum upp í strætó og rúntuðum um nánast alla borgina. Ég þurfti sum sé að taka 3 vagna til að komast heim til mín og með bið á stoppistöðvum (10-30 min) þá tók ferðin tæpar 2 klst!

So..Now i'm feeling dangerous, riding on city buses for a hobby...