06 nóvember 2008

Slattapartý og strætóferð...

fór á stjórnarfund hjá STARK í gær og slattapartý upp í Gulu villunni. Stark átti nefnilega nokkurn slatta af áfengisflöskum sem var bara smá slatti eftir í og við ákváðum að fækka áfengistegundum í sölu á pöbbnum.. svo stjórnin ákvað að taka að sér það verkefni að klára þessa slatta úr flöskunum...s.s.slattapartý. Slatti er slatte á sænsku en Jonathan misskildi þetta aðeins fyrst...slutpartý...tek það fram að hann var að hugsa þetta á ensku...ekki sænsku! En allavega eftir að við náðum að klára slattana úr velflestum flöskunum ákváðum við Inga og Elin að vera aðeins lengur og fá okkur einn öl eða svo á pöbbnum en það var Onsdag á Gulu villunni. Um eittleytið ákváðum við svo að fara heim en þegar við komum niður á T-bana var næsta lest kl.05.04..úpps..föttuðum það ekki alveg að það væri virkur dagur og því engar lestar á nóttunni. En sem betur fer gengur strætó alla nóttina á virkum dögum svo við hoppuðum upp í strætó og rúntuðum um nánast alla borgina. Ég þurfti sum sé að taka 3 vagna til að komast heim til mín og með bið á stoppistöðvum (10-30 min) þá tók ferðin tæpar 2 klst!

So..Now i'm feeling dangerous, riding on city buses for a hobby...

Engin ummæli: