11 nóvember 2008

ER EKKI VERIÐ AÐ GRÍNAST Í MÉR!!!!!!

ég er svo sótill út í LÍN akkúrat núna að það gjörsamlega sýður á mér. Ég var að skoða umsóknina um þetta svo kallaða "neyðarlán" sem á að veita námsmönnum erlendis. Þar kemur fram að ef ófyrirsjánleg röskun á stöðu og högum hefur orðið hjá námsmanni erlendis er heimilt að veita honum aukalán sem nemur allt að framfærslu tveggja mánaða.Þar er hinsvegar einnig tekið fram að þetta er eingöngu fyrir þá sem teljast í "sárri neyð"! Með umsókninni þarf svo að fylgja skrifleg skýring og/eða rökstuðningur og gögn sem staðfesta breytta stöðu umsækjenda. Hver umsókn verður tekin sérstaklega fyrir og metin af stjórn sjóðsins og umsóknir án fylgiskjala verða ekki teknar fyrir!
Hvað er eiginlega verið að meina með þessu rugli! Hvern fjandan á maður eiginlega að senda inn með umsókninni. Matarkvittanir úr Lidl (lágvöruverslun) til að sýna fram að að til þess að eiga fyrir mat getur maður ekki verslað annar staðar. Bankayfirlitið sem sýnir að leigan mín hefur hækkað um tæpar 10.000 isk milli sept og okt? Kvittanir fyrir lestarkortinu sem maður þarf að kaupa til að komast í skólann? Ég er bara ekki alveg að fatta þetta!
Þar fyrir utan talaði ég við LÍN í síðustu viku vegna þess að ég gat ekki sótt um frestun lánsloka á vefnum hjá þeim (hlekkurinn virkaði ekki). Átti að sækja um þetta fyrir 11.nóv svo ég þyrfti ekki að fara að byrja að borga af námslánunum úr B.A. náminu meðan ég væri í framhaldsnámi erlendis! En nei þá var mér tilkynnt það af ráðgjafa hjá LÍN að ég hefði þurft að vera í lánshæfu námi síðasta vetur líka til að fá þessa frestun. Ég sagði konunni að mér þykir það undarlegt þar sem ég hafði samband við LÍN í vor og þá var mér sagt eins og áður að þar sem ég útskrifaðist úr B.A. námi í febrúar 2007 ætti ég að geta fengið þessa frestun ef ég byrjaði í ramhaldsnámi innan 2 ára frá útskrift! "Já, en það var samkvæmt gömlu reglunum" sagði konan þá. "Í sumar voru samþykktar nýjar og breyttar reglur sem kveða á um þetta". "Og ég þarf þá s.s. að byrja að borga af gamla láninu nú á mars/apríl sem er þá væntanlega um 80.000 kr?" Já það er rétt" sagði konan. "Hvernig eiga námsmenn erlendis eins og ég sem allir eru í fjárhagsvandræðum vegna gengislækkunnar íslensku krónunnar og rétt geta borgað leigu og mat, að greiða svo af námslánunum líka?" "Nú þeir verða bara að borga leigu og mat og greiða af láninu líka" sagði hún glaðlega!!!
Ég varð bara svo hissa á viðmótinu að ég bara þakkaði fyrir og lagði á.

Engin ummæli: