13 nóvember 2008

Sandra er að koooooooma!!!

ohh..ég hlakka svo til því Sandra er að koma í heimsókn til mín á morgun! já já það eru bara allir að fá kærustur/kærasta í heimsókn um helgina..ég, Inga, Jonathan...:)
Sandra verður reyndar bara fram á laugardag en við þurfum þá bara að nýta tímann enn betur. Ætlum að ráfa um borgina aðeins og fara svo út að borða á morgun...afskaplega rómó allt saman...og kíkja svo eitthvað út á lífið. Það verður ofsa gaman að fá hana í heimsókn þótt stutt sé..sko heimsóknin...ekki Sandra.
Annars er ég búin að vera frekar mikill innipúki þessa vikuna þar sem búið er að rigna mikið svo ég ákvað að vera ekkert að bleyta mig heldur vera bara inni og lesa aðeins fyrir skólann. Fór svo loks út í dag og upp á háskólabókasafn sem ég er alveg gjörsamlega búin að finna út að ég bara þoli ekki..m.a. vegna heimsks flokkunarkerfis. Þannig að ég held að Vitterhetsakademiens bibliotek (bókasafnið hjá Riksantikvarieämbetet) verði fyrir valinu hér eftir enda eiga þeir nánast allar bækur og greinar tengdar fornleifafræði sem gefnar hafa verið út í Svíþjóð. Ég fór á kynningu þangað um daginn og fékk bókasafnskort þar og alles svo ég held að það sé bara málið héðan í frá.

Læt nokkrar myndir frá Halloween á Gulu villunni og stjörnuspánna mína fylgja hér þó svo ég sé ekkert of hrifin af svona skynsemistali:

Naut: Freistingar láta á sér kræla. Flas er sjaldan til fagnaðar. Allir hafa gott af því að sjá að það er ekki allt sjálfgefið í þessum heimi.


Jonathan ákvað að vera sænskur (hann er þjóðverji) og fékk verðlaun fyrir ljótasta búninginn


Cissi a.k.a Pumkin og Kerstin the 60's girl


Pontus (kærasti Cissi) og vinur hans fengu verðlaun sem besta parið!


Inga Kahlo!


Fólk var nú ekki alveg með það á hreinu hvað ég var en mér finnst það mjög augljóst...Agúrka!!

2 ummæli:

bryn sagði...

Hahaha það er eins og Inga sé með eitthvað skrítið dót aftan á sér, en það er víst bara mynd a veggnum. Ég verð að taka undir það að ég var ekki alveg að fatta hvað þú varst. Hélt í fyrirst að þú værir kvk útgáfa af batman karakternum hand Jim Carrey. Man ekki hvað hann hét. En þetta meikar allt sens núna. ; )

lenacd sagði...

tu likist agurku en samt altaf smart