18 nóvember 2008

Meðalaldur 75 ár!

Var á fyrirlestri áðan uppi á deild og ég get svarið það..held að meðalaldurinn hafi verið yfir 70 ár. Reyndar höfum ég og Inga væntanlega lækkað hann kannski niður fyrir 60. En ág sat við hliðina á Björn Ambrosiani, sem er einmitt áttræður, og var að reyna að telja í mig kjark að kynna mig og ritgerðarefnið mitt en guggnaði á því :(
(fyrir ykkur sem eruð ekki fornleifafræðingar þá er Björn Ambrosiani mjög þekkt nafn í skandinavískri fornleifafræði og gróf um árabil í Birka en þaðan er einmitt efniviður meistararitgerðar minnar). En það var s.s. svona lið eins og hann og prófessorar héðan og þaðan og svo ég og Inga!

En að öðru..,þá var Sandran í heimsókn hjá Guggunni um helgina og það var roooosa gaman. Við ráfuðum um bæinn og svo bauð hún mér út að borða á föstudagskvöldinu á veitingastað í SoFo sem heitir Little Persia og er eins og nafnið gefur kannski til kynna..persneskur veitingastaður. Maturinn var ofsagóður en þjónustan ekki eins ofsagóð! Inga, Óskar og Elin komu svo og hittu okkur þar og fengu sér öl með okkur. Á laugardeginum fórum við Sandra svo og hittum mömmu hennar og móðursystir sem komu frá Uppsala, mamma hennar bauð okkur í hádegismat, fórum á hlaðborð í Saluhallen við Östermalmstorg, þannig að konan mín og tengdó héldu mér s.s. uppi um helgina ;) ekki slæmt að fá svona heimsóknir þegar maður er fááátækur stúdent... takk fyrir komuna Sandra og co...


ég, Sandra og veggurinn vinur okkar! (Inga myndasmiður tók þessa mynd)


Óskar, Elin, Sandra og nefið á Ingu


Inga Hlín bjútíkvín og Óskar


Önnur tilraun og nú án veggsins! (þessi nær-mynd er í boði Ingu illkvittnu)

2 ummæli:

OFURINGA sagði...

Það er eins og að Sandra sé með augun full af tárum á neðstu myndinni. Ætli hún sé ekki bara svona snortin af því að ég hafi ákveðið að taka af henni mynd...

Nafnlaus sagði...

ég grét af því að inga tók mynd af mér með svona mikið hár. frekar vandræðalegt. náði samt að klína á mig brosi.

en þrátt fyrir að hafa verið grætt af ingu þá var æðislegt að koma hitta ykkur! hlakka svo til að fá ykkur heim um jólin... og hlakka ennþá meira til að flytja sjálf til svíþjóðar :D

sandra