24 apríl 2009

allt af...nánast

ég fór í klippingu hér í Stokkhólmi um síðustu helgi og hef ekki verið með jafnstutt hár í ...ja alveg rosalega mörg ár. Tók svona 360° á þetta svo að allir gætu nú dáðst að fínu klippingunni minni!



21 apríl 2009

Kosningar

Ég og Inga fórum að kjósa í gær. Til þess fórum við í sendiráð Íslands hér í Stokkhólmi. Framkvæmdin á svona utankjörfundar dæmi er svoooolítið öðruvísi en þegar maður fer á kjörstað. Fyrir það fyrsta þá er ekki nóg að vita hvað flokkurinn heitir sem maður er að spá í eða ætlar að kjósa heldur þarf maður að vita listabókstafinn líka því maður þarf að handskrifa eða stimpla listabókstafinn á auðan seðil. Ef maður vill svo strika einhvern út af þeim lista sem maður kýs svo þá þarf að leggja nöfn allra á listanum á minnið, skrifa þau á seðilinn í réttri röð og strika svo einhvern vitleysinginn út! Ekki nóg með þetta heldur tímir sendiráðið svo ekki að splæsa í frímerki á atkvæðaseðilinn heldur þarf maður svo að póstleggja hann sjálfur! Greinilega kreppa á Íslandi. Mér finnst þetta ekkert rosalega hvetjandi til að maður nýti sér atkvæðisréttinn en þetta hafðist nú allt saman hjá okkur, kusum rétt og sendum seðilinn af stað til Íslands med det samme. Ég nennti þó ekki að hafa fyrir því að strika út af listanum sem ég kaus eins og ég hef gert áður ef mér líkar ekki við einhvern á framboðslistanum. Mundi hvort eð er ekkert hvar í röðinni sá vitleysingur er né hverjir aðrir eru þar, fyrir utan manneskjuna í fyrsta sætinu. En hún er einmitt ástæðan fyrir því að í ár ákvað ég að kjósa manneskjur og málefni í staðinn fyrir flokk. Ég veit að það er reyndar ekki beysið framboð til kosninganna nú frekar en fyrri daginn (allir ljúga og svíkja) en þó hef ég ákveðið að kjósa alltaf skársta kostinn í stað þess að skila auðu. Að skila auðu ætti að vera ákveðin yfirlýsing en þar sem auðir og ógildir eru taldir saman þá liti ég meira út eins og fífl sem kann ekki að fylla út kosningaseðil en manneskja með meiningar!

P.s ég kaus að sjálfsögðu Katrínu Jakobs í Vinstri-grænum.

16 apríl 2009

Að horfa á kvikmynd er góð skemmtun.

hef bara eitt að segja um bíóhús Stokkhólmsborgar, það eru númeruð sæti!

12 apríl 2009

vorið kom með vindinum...

jebb, vorið eða sumarið er held ég bara komið til Stokkhólms og erum við Inga búnar að spóka okkur um í allri sólinni. Í dag skelltum við okkur ásamt meðleigjendum Ingu, Nok og Yumiko, í göngutúr í Djurgården, tókum ferjuna frá Slussen þangað yfir (bara smá spotti) og röltum svo yfir í Rosendalgården sem er grasagarður Stokkhólmsbúa. Sólin skein og fuglarnir sungu. Tókum svo sporvagn tilbaka inn á Norrmalmstorg.

Séð yfir að Gröna Lund tívolíinu í Djurgården


Kaup á þessu húsi eru komin á 10 ára planið!


Inga, Nok og Yumiko á strollinu


Bellman var líka í Djurggården ekkert stroll á honum samt


Ætla pottþétt aftur að taka sporvagninn en ætla að prófa kaffisporvagninn næst

11 apríl 2009

algjör mús!

Thelmulingurinn minn var að sýna á balletsýningu fyrir stuttu og var mýsla. Stóð sig víst voða vel. Því miður hefur mér ekki tekist að sjá hana sýna en vonandi kemur að því. Í staðinn stal ég bara þessari mynd af netinu.