jebb, vorið eða sumarið er held ég bara komið til Stokkhólms og erum við Inga búnar að spóka okkur um í allri sólinni. Í dag skelltum við okkur ásamt meðleigjendum Ingu, Nok og Yumiko, í göngutúr í Djurgården, tókum ferjuna frá Slussen þangað yfir (bara smá spotti) og röltum svo yfir í Rosendalgården sem er grasagarður Stokkhólmsbúa. Sólin skein og fuglarnir sungu. Tókum svo sporvagn tilbaka inn á Norrmalmstorg.
Séð yfir að Gröna Lund tívolíinu í Djurgården

Kaup á þessu húsi eru komin á 10 ára planið!

Inga, Nok og Yumiko á strollinu

Bellman var líka í Djurggården ekkert stroll á honum samt

Ætla pottþétt aftur að taka sporvagninn en ætla að prófa kaffisporvagninn næst
Engin ummæli:
Skrifa ummæli