31 janúar 2006

meðan eg man..

þá langaði mig til að deila með ykkur þeim gleðifréttum að ég á núna BLEIKAN síma..jább hann er bleikur og alveg ofsalega sætur og mér finst ég vera brjáluð pæja með hann..







sko sjáið bara myndirnar..er hann ekki sætur?

30 janúar 2006

allt a fullu allstaðar..

og líka hjá mér...það hefur þó nokkuð á mína daga drifið síðan síðasta fréttaskeyti fór í loftið héðan frá jórvíkinni...

fór að kafa á sunnudaginn.. eins og sést á myndinni þá er maður ekkert sjúklega trendy..en það var skítkalt..var kaldara en síðast eða um 3*C og ég er þ.a.l. lasin í dag..held að þegar ég er búin að ná að verða fullgildur sjókafari þá kafi ég nú ekki mikið meira að vetri til...nema kannski í ástralíu...en allavega þá var þetta rosa gaman fyrir utan svona leiðinda eftirköst..
brjálað að gera í skólanum...í einum kúrsi á ég að flytja 4 fyrirlestra og skrifa 2 ritgerðir og á einmitt að skila annarri þeirra á mánudaginn næsta..á reyndar að skila 2 ritgerðum þann mánudaginn..nóg að gera og janúar ekki liðin..iss piss..
skrapp til london um þar síðustu helgi..það var mjög gaman..fór í 2 afmæli..annað var hádegisverður í covent garden á laugardeginum og hitt var svo á frekar flottum og kúl bar í suður-london..þetta var mjög skemmtileg helgi í skemmtilegum félagsskap:)..fór líka út að borða og svo í algjöra afslöppun á sunnudeginum..s.s heitan pott og sána ofl. kom svo aftur til jórvíkur og raunveruleikans á mánudeginum..
ég verð reyndar á nokkru flakki milli london oog jórvíkur á næstunni...er að fara í næstu viku með skólanum í dagsferð á british museum..fáum að fara niðrí kjallara og káfa á gripum úr sutton hoo uppgreftinum..vei vei vei...svo ætlum ég og bryn að fara með nicolu í afmæli til giles vinar hennar í london um þar næstu helgi..það verður örugglega mjög gaman..hitti reyndar giles og fleiri vini hennar í london um þar síðustu helgi svo það verður rosa stuð...

17 janúar 2006

sorry, soldið langt siðan

ég lét í mér heyra hér en bæti úr því hér og nú...er nú komin aftur til jórvíkur og frétti að ég hefði misst af snjókomunni hérna þetta árið...er bara ágætis veður núna s.s. engin snjór og bara smá sólskin meira að segja.
Fór að kafa um helgina..það var alveg frábært þrátt fyrir skítakulda og tilfinningaleysi í tánum. Fórum eldsnemma á sunnudagsmorgun kl.6.45 og keyrðum í 2 tíma í námu sem er full af vatni og er mikið notuð sem æfingastaður fyrir kafara. Var eins og ofvaxinn bangsi með allann búnaðinn og í þurrbúningnum...sem þar að auki var svo þungur...sko búnaðurinn...að ég gat varla gengið né staðið upprétt án þess að detta aftur fyrir mig en samt rosa gaman..kafaði niður á 9m en átti á smá erfiðleikum með að sökkva..var búin að fá svo mikið af lóðum til að þyngja mig að ég mátti ekki fá fleiri:( svo ég dólaði mér bara í rólegheitum niður á botn...verð að æfa mig betur í að sökkva..var frekar mikið kalt þar sem vatnið var um 6*C s.s skítkalt en það var allt í lagi í fyrri köfunninni sem var fyrir hádegi...í seinni köfunninni varð mér aftur á móti skítkalt og sérstaklega þegar ég var að æfa mig í að taka af mér gleraugun og setja þau aftur á mig..shit hvað það var kalt..sérstaklega fyrir svona þekkta kuldaskræfu eins og mig:)...en bíð spennt eftir næstu köfun...varð reyndar lasin í gær..komst varla framúr og staulaðist um eins og gamalmenni...held bara að amma sé sprækari en ég var í gær..er að lagast í dag en verð bara að passa mig betur..nenni þessu nú ekki neitt reglulega...bæði vont og leiðinlegt:(...en svona er þetta bara..
Gat s.s ekki farið í skólann í gær en það er sem betur fer ekki tími fyrr en á morgun og þá verð ég örugglega orðin sprækur sem lækur svo þetta kemur allt með kalda vatninu..eða var það heita vatninu..allavega eitthvað svoleiðis..ætla að hætta núna og fara í heitt bað..ahh.