30 janúar 2006

allt a fullu allstaðar..

og líka hjá mér...það hefur þó nokkuð á mína daga drifið síðan síðasta fréttaskeyti fór í loftið héðan frá jórvíkinni...

fór að kafa á sunnudaginn.. eins og sést á myndinni þá er maður ekkert sjúklega trendy..en það var skítkalt..var kaldara en síðast eða um 3*C og ég er þ.a.l. lasin í dag..held að þegar ég er búin að ná að verða fullgildur sjókafari þá kafi ég nú ekki mikið meira að vetri til...nema kannski í ástralíu...en allavega þá var þetta rosa gaman fyrir utan svona leiðinda eftirköst..
brjálað að gera í skólanum...í einum kúrsi á ég að flytja 4 fyrirlestra og skrifa 2 ritgerðir og á einmitt að skila annarri þeirra á mánudaginn næsta..á reyndar að skila 2 ritgerðum þann mánudaginn..nóg að gera og janúar ekki liðin..iss piss..
skrapp til london um þar síðustu helgi..það var mjög gaman..fór í 2 afmæli..annað var hádegisverður í covent garden á laugardeginum og hitt var svo á frekar flottum og kúl bar í suður-london..þetta var mjög skemmtileg helgi í skemmtilegum félagsskap:)..fór líka út að borða og svo í algjöra afslöppun á sunnudeginum..s.s heitan pott og sána ofl. kom svo aftur til jórvíkur og raunveruleikans á mánudeginum..
ég verð reyndar á nokkru flakki milli london oog jórvíkur á næstunni...er að fara í næstu viku með skólanum í dagsferð á british museum..fáum að fara niðrí kjallara og káfa á gripum úr sutton hoo uppgreftinum..vei vei vei...svo ætlum ég og bryn að fara með nicolu í afmæli til giles vinar hennar í london um þar næstu helgi..það verður örugglega mjög gaman..hitti reyndar giles og fleiri vini hennar í london um þar síðustu helgi svo það verður rosa stuð...

Engin ummæli: