31 ágúst 2009

þetta er allt að koma

málararnir komu í morgun og nú er herbergið mitt orðið voða hvítt og fínt. Þannig að nú get ég farið að spá í að versla húsgögn sem mig vantar. Er búin að fara svona æfingaferðir í Myrorna (Hjálpræðisherinn) og búin að sjá hitt og þetta sem mig langar í á skid og engen, er nú bara að bíða eftir að fá peninga frá Íslandi sem og nýtt bankakort til að geta keypt etwas.
Á morgun byrja ég hinsvegar að grafa í Korsnäs í Södermannland sem er rétt fyrir sunnan Stokkhólm. Þetta er búsetusvæði frá steinöld og möguleiki á að finna grafir. Ég er mjög spennt því ég haf aldrei grafið í steinöld né í grafreiti. En ég þarf hinsvegar að vakna óþægilega snemmma eða um kl.6:00 sem mér finnst ekki gaman. Býst við að maður verði þá bara eins og ekta Svíi allan september mánuð, vakna klukkan sex og að sofa klukkan tíu. Nei fjandinn, þá var ég líka svona sænsk í sumar!

29 ágúst 2009

hæ hó og jibbbí jei og jibbí jei....

ég er búin að fá veskuna mína aftur! Einhver góðhjartaður Svíi hefur tekið alla peningana úr veskinu mínu en skilið allt annað eftir! Ég gat því farið í Tapað/Fundið hjá SL í gær og náð í hana. Var svo heppin að smápeningarnir voru enn til staðar svo ég gat skrapað saman 40sek til að leysa hana út. Mér þótti verst við þetta allt saman að tapa veskinu sjálfu því er ég mjög hamingjusöm að hafa fengið það aftur.
En að öðru og ekki síður skemmtilegu þá fórum við Inga með Lenu, leiðbeinandanum okkar, til Birka á fimmtudaginn. Fengum ofsa gott veður og gengum um eyjuna þar sem Lena sagði okkur frá fyrri uppgröftum og sýndi okkur helstu uppgraftarstaðinu sem hún hefur m.a. grafið á. Sá húsið mitt og fékk betri tilfinningu fyrir staðnum en Birka er mjög falleg eyja og siglingin þangað um Mälaren ekki síðri.












Ég og Inga erum að spá í að fá okkur sitthvort húsið þarna. Ekki amalegt að búa rétt fyrir utan Stokkhólm og rúnta á bát í vinnuna!

26 ágúst 2009

sauður í Svíþjóð!

Jæja, nú held að ég hafi alveg toppað persónulega skorið í Tapað/EKKi Fundið. Týndi veskinu mínu í Tunnelbananum seint í gærkveldi. Þar hafði ég troðið öllu því sem varið er í og nauðsýnlegt er til að komast af í skilríkjaríkinu Svíþjóð, passanum, kreditkortum, bankakortum, dagbókinni og húslyklunum! Fattaði þetta ekki fyrr ég var komin upp í háskóla en þar var mjög almennilegur starfmaður á T-bana stöðinni sem lét tékka í vögnunum á endastöðunum en ekkert fannst. Ég gaf því skýrslu hjá lögreglunni og tékkaði á lásasmið því ég komst náttlega ekki inn til mín lyklalaus en það kostaði heilar 1.600sek svo ég ákvað bara að eyða nóttinni á gólfinu hjá Ingu en hún var svo heppin að vera með mér og fá að taka þátt í þessu ferli. Inga var sem betur fer ekki búin að henda ógjó dýnunni sem var skilin eftir í herberginu hennar svo ég svaf nú ekki á beru gólfinu (þó það geri söguna aðeins skemmtilegri). Svaf því inní sængurverinu mínu (sem ég hafði verið að sækja ásamt öðru dóti til Rannveigar í Farsta) svo ég kæmi ekki við ógjó dýnuna því ekkert var lakið.
Í morgun fór ég svo á skrifstofu húsvarðanna til að fá nýja lykla svo ég kæmist inn til mín. Þeir voru mjög hamingjusamir yfir að fá að skipta um lás hjá mér og nú held ég bara að allir húsverðirnir viti hver íslenska stelpan með allt vesenið er!
Ekki amalegt að vera orðin "kändis" hjá SSSB

25 ágúst 2009

Ryksugan á fullu, étur alla drullu, tralalala...

jáhá, þá er maður komin aftur til Stokkhólms og flutt inn á stúdentagarðana. Fékk smá áfall þegar ég kom inn í herbergið mitt en það var virkilega skítugt og svo voru naglar og skrúfur út úr öllum veggjum. Hafði t.d. ekki lyst á að fara í sturtu á skítugu baðinu. Þar fyrir utan var skilið eftir einbreitt rúm án dýnu sem ég hef ekkert að gera við þar sem herbergið á að vera án húsgagna og ég búin að ákveða að kaupa mér rúm í IKEA. Ég ákvað því að fara í morgun og tala við húsvörðin og láta fjarlægja rúmið en einnig kvarta yfir þrifunum og skrúfum og nöglum í veggjunum. Rúmið var fjarlægt með það sama og svo var mér boðið uppá að fá keypt þrif eða þrífa sjálf og fá borgað fyrir það! Nú er ég sem sagt á launum við að þrífa hjá mér ;)
Húsverðinum fannst greinilega einnig nóg um öll götin á veggjunum eftir nagla og skrúfur (fyrir utan það sem er enn í veggjunum) að hann pantaði málara til að mála herbergið mitt svo það verði nú fínt.