31 ágúst 2009

þetta er allt að koma

málararnir komu í morgun og nú er herbergið mitt orðið voða hvítt og fínt. Þannig að nú get ég farið að spá í að versla húsgögn sem mig vantar. Er búin að fara svona æfingaferðir í Myrorna (Hjálpræðisherinn) og búin að sjá hitt og þetta sem mig langar í á skid og engen, er nú bara að bíða eftir að fá peninga frá Íslandi sem og nýtt bankakort til að geta keypt etwas.
Á morgun byrja ég hinsvegar að grafa í Korsnäs í Södermannland sem er rétt fyrir sunnan Stokkhólm. Þetta er búsetusvæði frá steinöld og möguleiki á að finna grafir. Ég er mjög spennt því ég haf aldrei grafið í steinöld né í grafreiti. En ég þarf hinsvegar að vakna óþægilega snemmma eða um kl.6:00 sem mér finnst ekki gaman. Býst við að maður verði þá bara eins og ekta Svíi allan september mánuð, vakna klukkan sex og að sofa klukkan tíu. Nei fjandinn, þá var ég líka svona sænsk í sumar!

Engin ummæli: