12 september 2009

loksins, loksins

er ég komin með einhver húsgögn inn í herbergið mitt og nú er það geðveikt fínt. Keypti mér 2 borð og hægindastól Myrorna (Hjálpræðishernum) í dag og nú vantar bara náttborð..og kannski eitthvað á veggina. Er orðin "kändis" í Myrorna líka og var heilsað eins og gömlum vin þegar ég kom þangað í dag enda voru báðir mennirnir sem afgreiddu mig síðast (þegar ég mætti 5 mín. fyrir lokun) og sendibílstjórinn sem kom með dótið mitt á staðnum.


hurðin inn til mín, fatahengið og fataskáparnir


fíni tekkskápurinn minn


borðið er stækkanlegt og mér finnst stólarnir dásamlegir


hægindastóllinn og sófinn minn


nærmynd af litla, sæta sófanum mínum


að sjálfsögðu er appelsínugult þema á baðherbeginu


þar er líka vaskur og speglaskápur

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar er bænabókin, eða krossmarkið?

Engin mynd af mér????

Kv, Ármann

Guggan sagði...

Súsanna í baðinu mun fara upp á vegg fyrir ofan bænabókina.