22 febrúar 2009

uppá síðkastið...

búin að vera löt að blogga að undanförnu...bara búin að vera svolítið bissý við að vera í skólanum og læra..ehh..eða ekki..ég hef bara ekki nennt að blogga. Bætum aðeins úr því nú...fór í sumarbústað/sumarhús með Elinu, Ingu og Olle fyrir nokkru, það var rosa næs..borðuðum góðan mat, fórum í göngutúra m.a. yfir ísilagt vatnið sem er rétt hjá bústaðnum, kveiktum upp í arninum og höfðum það rosa kósý.

Sumarhúsið sem foreldrar Elinar eiga er í Norrehus rétt fyrir sunnan Linköping.


Ég að sýna"listir" mínar á ísnum..

Fyrir hálfum mánuði fórum við Inga svo ásamt þremur öðrum íslenskum stelpum (Auði, Völu og Kristínu) á skauta í Kungsträgården..rosa gaman þar til Inga datt á hnén og við enduðum upp á slysó þar sem kom i ljós að Inga var með brákaða hnéskel og var sett í spelku..svo nú köllum við hana fatlafólið...


Dancing on ice.. hvað!


Auður, Inga og Kristín


Inga á slysó meðan okkur fannst þetta enn fyndið..enda bara búnar að bíða í 2 tíma..ekki 9 tíma...og vissum ekki alvarleika íþróttameiðslanna!

04 febrúar 2009

Gunnar "hinn þolinmóði" farinn frá Lín Svín!

þrefalt húrra fyrir Katrínu Jakobs...því samkvæmt frétt þessari í DV munu námsmenn nú líta bjartari daga þar sem eðal-svínið Gunnar Birgison mun væntanlega fara á haugana ásamt öðrum ófögnuði sem Lín Svín mun hafa sankað að sér síðustu áratugi. Hinum þolinmóða manni þykir menntamálaráðherra sjálfsagt jafn óþolinmóð og námsmennirnir sem báðu um neyðarlánið alræmda!

Kannski hefur Katrín fengið hugskeytið frá mér í gær? Sagði nefnilega Ingu í gær að ég væri að hugsa um að senda henni bréf og inna eftir aðgerðum í málum Lín Svín, sérstaklega vegna námsmanna erlendis. Ákvað svo að ég nennti eiginlega ekki að skrifa bréf í gær þegar ég var við tölvu upp í skóla (munið að tölvan mín er dáin = engin tölva heima). En nú verð ég kannski bara að senda henni frekar þakkarbréf?

03 febrúar 2009

óheppin týpa!

Arkaði af stað í gær vel múruð eftir að hafa betlað meiri pening sem ég get skuldað bankanum mínum til að kaupa nýja tölvu. Venjulega myndi það gleðja mig ofsalega að kaupa mér nýja tölvu en þessi tölvukaup vekja upp blendnar tilfinnnigar. Mér þætti betra að eiga í raun pening fyrir nýrri tölvu en gamla tölvan mín er ekkert að kippa sér upp við slíka smámunasemi í mér...hún deyr bara þegar henni þóknast! Eftir að hafa íhugað þetta vel á leiðinni í lestinni var ég bara orðin nokkuð spennt yfir nýju tölvunni...hvítri MacBook...var búin að skoða hana reyndar heima á Íslandi (svo eiga Sandra og Bryn báðar svoleiðis) og er hún náttlega miklu betri heldur en mín gamla (sem er hvít iBook) og er að verða fjögurra ára gömul.
Þegar ég loksins kom í Humac búðina sem er nánast í hinum enda borgarinnar var ég vægast sagt orðin mjög uppveðruð yfir því að fá nýja tölvu...eftir að hafa verið með gömlu tölvuna í andarslitrunum í viku og þar með geta lokst haldið áfram með verkefni og allt annað sem ég þarf að gera. Kom svo í búðina og bað um aðstoð og sagðist þurfa að kaupa tölvu. Afgreislumaður vildi endilega sýna mér allt úrvalið þeirra = allar dýrustu týrpurnar, en ég sagðist vera búin að skoða þessa hvítu (sem jafnframt er langódýrust) og mér litist vel á hana. Sagði hann mér þá að það væri mjög gott val þar sem það væri ný búið að uppfæra ýmislegt í þeirri tölvu, s.s vinnsluminnið, skjáupplausnina o.fl. "Flott" sagði ég, "ég ætla að fá eina" "Öhh, hún er því miður ekki til á lager, er í pöntun!" sagði maðurinn þá. Hann hefur væntanlega séð mig fölna og nánast falla í yfirlið því hann flýtti sér að bæta við að vonandi kæmi hún eftir 4-5 daga, það væru bara 10 dagar síðan hún kom út í Bandaríkjunum svo sendingin væri á leiðinni. Ég var að spá í að taka smá frekjukast, kasta mér í gólfið og grenja en ákvað svo að það myndi sjálfsagt ekki hafa neitt að segja nema kannski að mér yrði vísað út úr búðinni..svo ég gaf bara upp símanr. mitt og hann lofað að hringja þegar tölvan mín kæmi. Vonbrigðin voru SVAKALEG get ég sagt ykkur þar sem ég var orðin svo spennt en svo bara engin tölva til að fara með heim...nema reyndar miklu dýrari tölvur.